#85 Brynjar Karl með Sölva Tryggva

preview_player
Показать описание
Brynjar Karl Sigurðsson er umdeildasti þjálfari Íslands. Hann hefur undanfarin ár þjálfað ungar stúlkur í körfubolta, sem spila nú með íþróttafélaginu Aþenu. Kvikmyndin ,,Hækkum Rána" sem nýverið kom út og fjallar um ferðalag Brynjars og stúlknanna hefur vakið gífurlegt umtal í samfélaginu. Í þættinum ræða Sölvi og Brynjar um allt ferlið í kringum kvikmyndina og þjálfunina, feril Brynjars og aðferðir hans og margt margt fleira.

Þátturinn er í boði:

Рекомендации по теме
Комментарии
Автор

Vá hvað ég vissi ekkert um þennan mann, svo ég fann greinar og sá sýnishorn úr myndinni Hækkum rána og verð að segja að þetta er almennilegt og svo er nýyrðið valdeflandi mjög flott orð yfir þessa töff þjálfun. Svalt. Flott stelpur. Mjöööög flott hjá ykkur. Tilhvers að taka við verðlaunum ef þið eruð ekki að fá það sem þið Nei takk!!! Gefið ykkar allt. Það er þess virði.

hafrunmariazsoldos
Автор

Takk fyrir þvíilikur meistari þessi drengur, takk

eddithor
Автор

Rosalegt viðtal! Myndi gjarnan vilja heyra meira frà Brynjari.

steiniv
Автор

Verð að segja að þetta er maður með ótrúlega reynslu og einn af fáum sem vill að stelpur taki sér tímann og taki pláss í þessu jarðlífi en það hefur verið dragbítur á okkur konur að taka sinn tíma og Pláss-- Áfram stelpur og Áfram Brynjar !!!

hallgeruringagestsdottir
Автор

Takk fyrir viðtalið. Þetta gefur svo mikla innsýn í hvaða mann Brynjar hefur að geyma. Ég horfði á myndina um daginn og ég fékk strax upp. Vá.. þvílíkt málefni.. flottur málsstaður.. en svo kom öll umfjöllunin og þegar ég heyrði umræðuna þá var Brynjar aðalumræðuefnið... úff.. þvílík synd því málefnið er svo sterkt. Aðalumræðuefni eða ekki þá ertu flottur fýr, haltu áfram. Takk fyrir viðtalið, Sölvi.

annaloasveinsdottir
Автор

Þetta fannst mér ótrúlega skemmtilegt viðtal, það fer á topp 5-listann og ég hef hlustað á flesta ef ekki alla þættina. Ég vissi ekki hver þessi viðmælandi var þegar ég byrjaði að hlusta en hann kemur fyrir sjónir sem skarpgreindur, skapandi, hugrakkur og heilsteyptur náungi sem hefur heilmargt fram að færa. Sölvi hafði líka gott vald á viðtalinu og náði þar af leiðandi miklu út úr viðmælandanum fyrir okkur áhorfendur, ólíkt því sem mér finnst um spjall við annars mjög áhugaverðan ungan rappara sem ég horfði á um daginn. Það náði aldrei almennilegu flugi. Mæli eindregið með þessum þætti og óska báðum til hamingju með hann.

brynjatomer
Автор

Góður þáttur. Flottur Sölvi. Flottur Brynjar.

johannsteinar
Автор

Var farin að halda að þessir jarðskjálftar væru Fake News! Gott að fá loksins upplifun af jarðskjálfta því þeir hafa allir með tölu farið framhjá mér :O ég er greinilega ekki eins og Niki Lauda með Sensitive Ass!

beggicomedygold