#37 Jónas Sig með Sölva Tryggva

preview_player
Показать описание
Jónas Sigurðsson varð vinsæll sem söngvari í ,,Sólstrandargæjunum", sem slógu í gegn með lagið ,,Rangur Maður" og sló síðan aftur í gegn mörgum árum síðar með lagið ,,Hafið er Svart". Það sem færri vita líklega um Jónas er að hann er afburðamaður í tölvuforritun og vann um árabil fyrir tölvurisann Microsoft. Þar var hann valinn í hóp efnilegasta fólks fyrirtækisins, en áður en það tók á flug var Jónas orðinn efins um það hvaða stefnu fyrirtækið væri að taka og kom aftur heim til Íslands.

Hér ræða Sölvi og Jónas um stöðu upplýsingaflæðis í nútímanum, hvert gervigreind er komin, hversu öflugir algóritmarnir eru orðnir og svo auðvitað um tónlistina og ástríðurnar í lífinu.

Þátturinn er í boði:

Рекомендации по теме
Комментарии
Автор

Enn eina ferðina mætir Sölvi með einstakling sem er einstakur. Held ég hafi aldrei heyrt Jónas tala en það rjúka gullmolarnir upp úr manninum. Þvílíkir reynsluboltar sem sitja hér og ræða um lífið og tilveruna. Mig langar að fara með mínum manni á sýninguna sem um ræðir. Takk fyrir einlægnina báðir tveir, hún er svo falleg og ég met hana mikils. Fæ mér kaffi.

katrinsteinarsdottir
Автор

Af mörgum góðum þá var þessi alveg eðal ! að fá svona upplýsingar/skemmtun í þessu formi er alveg geggjað.

velhjalmur
Автор

Frábær þáttur. Mikilvægi gagnrýnar hugsunnar og hugleiðslu undirstrikað í mínum huga.

ariarelius
Автор

Alveg ótrúlega frábært viðtal við Jónas, komin tími til að fólk fari að hugsa svona vítt !!!. Ég get nefnt alla vega eitt atriði í nútímanum sem fólki finnst sjálfsagt og eðlilegt árið 2020. Það er að V-Húnavatnssýsla sé láglaunasvæði og að þeir sem búa á þessu svæði geti ekki keypt mat fyrir sama verð og aðrir landsmenn hringinn í kringum landið. Þetta er eins og samþykkt lög frá Alþingi og óhagganlegt lögmál, við verðum að vera tilbúin að hugsa út fyrir boxið eins og gert er í þessu meiriháttar góða viðtali við Jónas.

hallgeruringagestsdottir
Автор

þessi þættir hjá þér Sölvi eru svo frábærir takk .

huldafriaberndsen
Автор

Djöfulli ertu massíft líflegur gaur @jónas Sigurðsson, frábært viðtal.

arthurkarlsson
Автор

Góðir þættir og skemmtilegir viðmælendur

JonasFrans