Leifavísur

preview_player
Показать описание
Leifavísur - Áki, Ottó og Hannes
Hátíðarlag Bíldudals græna 2019

Lag: Ottó Valdimarsson
Texti: Ýmsir

Söngur: Hannes Friðriksson - Ottó Valdimarsson - Ágúst Gíslason

Upptökustjórn, gítar, píanó og bakraddir : Halldór Gunnar Pálsson

Upptökur, Trommur, hljóðvinnsla: Ásmundur Jóhannsson

Kontrabassi: Valdimar Olgeirsson

Myndband: Sveinbjörn Hafsteinsson

Andlegur stuðningur: Gísli Ægir Ágústsson.

Leifavísur

Ég fer inn í Otradal
ég fer það á bíl
ég fer ekki gangandi
því bílar eru til.

Ríkur nú úr Rækjunni
Hjalli er að kynda
hann er að moka kolunum
því kolin eru til.

Það held ég
já það held ég
það held ég
já það held ég

ó já það held ég

Litlu lúðu hausarnir
komnir eru í ástandið
þeir hafa líka dafnað vel
síðan þeir komu í þvöguna.

Er á smokki út á sjó ttt
einn á bát í ræmu
er talinn mesta afla kló
af Arnarfjarðar gæjum.

Það held ég
já það held ég
það held ég
já það held ég

ó já það held ég

Ekkert dvelur ofan í mér
Upp ég sel um daga
Sendu pela af sjeníver
sem fer vel í maga.

Komdu hérna Lútti minn
og láttu renna í mótin
annars læt ég andskotann
hirða af þér fótinn.

Það held ég
já það held ég
það held ég
já það held ég
ó já það held ég

Eru störf þín oftast fálm
ef þú gerir nokkuð
á ég að yrkja um þig sálm
Öddi drullusokkur.

Það held ég
já það held ég
það held ég
já það held ég
ó já það held ég

Það held ég
já það held ég
það held ég
já það held ég
ó já það held ég

Ó já það held ég

Ó já það held ég
Рекомендации по теме