Ég er Þórsari

preview_player
Показать описание
Heiti: Ég er Þórsari
Lag & texti: Bjarni Hafþór Helgason
Söngur: Páll Rósinkranz
Raddir: Karlakór Akureyrar - Geysir
Hljóðfæraleikur:
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson - Gítar
Hjörleifur Örn Jónsson - Slagverk
Myndataka og klipping - Stefán Friðrik Friðriksson (N4)
Textinn er þakkargjörð til þeirra ungu drengja sem stofnuðu Þór 6. júní 1915 og líka þakkargjörð til þeirra lífsgilda sem gott íþróttafélag leggur til grundvallar í sínu starfi; að styðja við og byggja upp æskuna og veita henni gott vegarnesti sem endist ævina alla.

Texti :
Ég er Þórsari

Á mjúku túninu, miðsumri undir,
minning um drengina að stilla strengina,
lifir í huganum um langar stundir.
Við lútum höfði í þakkarskuld.

Hér liggja gamalgrónar rætur,
ég gleymi aldrei hver ég er.

Í hjarta mínu er ég Þórsari,
er ég Þórsari, er ég Þórsari.
Í hjarta mínu er ég Þórsari,
alltaf verð ég Þórsari.

Bjartsýni æskunnar, frá fyrsta degi,
í forgang setjum við og hana hvetjum við
og leggjum áfram grunn að lífsins vegi.
Við lútum höfði í þakkarskuld.

Hér liggja gamalgrónar rætur ...

Í hjarta mínu er ég Þórsari ...

Að vera nýtur þegn á voru landi,
er vert að ræða um og fólk að fræða um.
Lífið er bræðralag, lifi sá andi.
Við lútum höfði í þakkarskuld.

Hér liggja gamalgrónar rætur ...

Í hjarta mínu er ég Þórsari...

Lag og texti: Bjarni Hafþór Helgason
Рекомендации по теме