Sokkaball 2012

preview_player
Показать описание
Sokkaballslag Menntaskólans í Reykjavík 2012.

Höfundur lags: Helgi F.
Höfundur texta: Stefán Gunnlaugur
Söngur: Friðrik Árni, Stefán Gunnlaugur og Tómas Þórir
Upptaka á lagi: Studio BB ISL

---------------------------------

Texti:

Leggjum nú bækur og skólann til hliðar
Mættur í rútu og í skinninu iða
Þetta er Sokkaball og það eru engir miðar
Bara dansa þar til að fótunum riðar

Mætum á ballið heitir og æsandi
Djömmum þar til við erum másandi
Öskur og söngur er æsandi
Djöfull erum við í annarlegu ástandi

Með skottís og polka við dömurnar seiðum
Bjóðum þeim upp og á gólfið þær leiðum
Þrumandi harmonikkutónlist í eyrum
Eins og refir strákarnir eru á veiðum

Kominn í gírinn og ætla ekki að stansa
Mættur á ballið til þess að dansa
Nóttin er ung en við erum yngri
Ég er í MR bitch, prófin verða' ekki þyngri

Á Sokkaball ég fer í kvöld
Tónlistin tekur öll völd
Á Sokkaball ég fer í kvöld
Og dansa þar í heila öld

Sólin er skær en við erum skærari
Tjörnin er tær en við erum tærari
Versló er fær en við erum færari
Ég er í MR tík, hann er mér kærari

Ullarpeysa festist við kroppinn minn
Rennblautur og sveittur er líkaminn
Tek um hana og dönsum kinn við kinn
Á dansgólfinu þéttist hópurinn

Hundrað og tíu gráðu hitastig
Samt sem áður hugsa ég um þig
Þér langar greinilega að koma' í mig
Það þýðir ekkert að vera að' fela sig.

Fljótum í seðlum og framandi eðlum
Eins og jólasveinar við dömurnar gleðjum
Og ótal þarfir þeirra við seðjum

Á Sokkaball ég fer í kvöld
Tónlistin tekur öll völd
Á Sokkaball ég fer í kvöld
Og dansa þar í heila öld

Tíminn líður og sundlaugin bíður
Stökkvum oní og hælsærið svíður
Blotnum í gegn og byrjum að glansa
En höldum ennþá áfram að dansa

Þegar dósin er tóm og bitarnir búnir
Daman er þreytt og fæturnir lúnir
Hvort sem þú ert hipster, nörd eða artý
Skelltu þér þá í eftirpartý
Рекомендации по теме