Óregla - Ekki Kalla Mig Ræfil

preview_player
Показать описание
Ég er sterkur og stór og fer í ræktina annan hvern dag.
Það er ekkert undir sólinni sem ég get ekki komið í lag.
Sjáðu bara kærustuna mína, hversu falleg hún er.
Mér er þannig séð sama um þessa beyglu, en ég sýni hana hvert sem ég fer.

Ég get lamið þig í klessu, og ég geri það þegar ég vil.
Ég nota alltaf hnefana á þá hluti sem að ég ekki skil.
Bara ekki kalla mig ræfil, þú veist ekki hvernig það er.
Það minnir mig bara á það, hversu innantómur ég er.

Ég er er sterkur og stór, og fer í ræktina tvisvar á dag.
Dömurnar dást allar að mér, ég sýni vöðvana með brag.
Sjáðu bara kærustuna mína, er hún sæt eða hvað?
Hún er kannski soldið blá kringum augun, en mér er alveg sama um það.

Ég get lamið þig í klessu, og ég geri það þegar ég vil.
Hvaða ástæðu aðra þarf ég svo sem, aðra en að vera til?
En þegar ég hef upp raustina og loftið úr lungunum fer,
þá heyrist samt alltaf aðeins betur þegar hringlar í hausnum á mér.

Ég er sterkur og stór! Og fer í ræktina ÞRISVAR Á DAG!
Með krúnurakaðan skalla, þú vilt ekki lenda í slag.
Sjáðu bara kærustuna mína, sjáðu hvað ég er mikill maður!
Hvar er annars fokking mellan? Ég er orðinn svona tussugraður!

Ég get lamið þig í klessu, og gerði það pott þétt í gær.
Ég man svo sem ekkert eftir því, en þér var svo sem nær.

En bara e-e-ekki kalla mig ræfil þótt það sé svo sem það sem ég er.

Gætirðu kannski sagt mér, hvað amar að nefinu á mér?
Рекомендации по теме