Ég trúi á framtíðina

preview_player
Показать описание
ég man það ennþá hvað mig langaði að forða mér,
ætlaru að taka með eða borða hér/
feimin hún brosti svo eg brosti til baka,
og hugsaði það eitt hvað mig langaði að kyssana/
aldrei missana en timarnir breyttust,
alltof djupt sokkin að lokum afvegaleiddur/
það sem áður var gott var núna horfið á brott,
áður fullur af von en snéri lífinu á hvolf/
ég barðist allt til enda, vildi ekki að þetta myndi enda,
lifði með hausinn í skýjunum og neitaði alltaf að lenda/

ég trúi á framtíðina hjá mér og þér,
því þetta hérna gengur eins og í sögu ef þú ert hér/
við munum trúa, við munum trúa því,
og ég myndi aldrei nokkurn tímann ljúga því/

skrýtið hvernig lífið getur leikið mann grátt,
þegar að það eina sem þú girnist í lífinu er ást/
gott eða sárt, við sjáum öll muninn,
við viljum fljúg´um loftin blá, frjáls eins og fuglinn/
geta flogið áhyggjulaus,
og geta lifað þessu lífi áhyggjulaus/
áhuginn fraus og eftir stendur bara ég,
en ég finn það þó og veit það vel að minningarnar vara enn/
sama hvað ég kvarta,
og sama hvað ég bið/
sama hve mig verkjar í hjartað,
verðum við tvö aldrei aftur við/

ég trúi á framtíðina hjá mér og þér,
því þetta hérna gengur eins og í sögu ef þú ert hér/
við munum trúa, við munum trúa því,
og ég myndi aldrei nokkurn tímann ljúga því/

ég minnist þess sem liðið er en ég aldrei fyrirgef,
var aldrei neitt fyrir þér svo að ég yfirgef.. þig núna/
ætla að ganga einn þennan veg,
ganga beinn í baki stoltur að vera ég/
nú ætla ég að höndla lífið á eigin fótum,
gera það besta úr mínum nýju tímamótum/
blómstra og vaxa, þroskast og dafna,
ég veit að þessar áhyggjur munu loks batna/
ég geri mistök, en ég læri af,
eitthvað sem að nýtist okkur út ævina/
því lífið er of stutt til að gefast upp ég vissi það,
svo ýtti öllu burt frá mér áður en ég missti það/
lifi hvern dag, lifandi í dag, é-é-é ég lifi núna,
ég er hér enn í dag því ég mi-mi-misti aldrei trúna/
óheppinn í ástum með ása upp í erminni,
oftast er eg sakaður um eitthvað sem ég gerðekki/
engum er ég háður en sjaldan jafn þjáður,
en stefni hærra í lífinu en nokkurn tímann áður/
Рекомендации по теме