Frostrósir KLASSÍK

preview_player
Показать описание
Norræna stórstjarnan Sissel mun syngja inn jólin á Frostrósir KLASSÍK í Eldborg í Hörpu 10. desember. Hún verður þar í hópi með fremstu einsöngvurum þjóðarinnar þeim Ágústi Ólafssyni barítón, Garðar Thór Cortes tenór, Huldu Björk Garðarsdóttur sópran og Kolbeini Ketilssyni tenór.
Fluttar verða helgustu perlur jólanna á einstökum hátíðartónleikum. Þetta er annað árið í röð sem haldnir eru sérstakir tónleikar undir heitinu Frostrósir KLASSÍK, samhliða hinum geisivinsælu Frostrósatónleikum.

Ásamt söngvurunum leika og syngja stækkaður klassískur armur Stórhljómsveitar Frostrósa ásamt Óperukórnum, Drengjakór Reykjavíkur og Barnakór Frostrósa. Um útsetningar sér Gísli Magna.

Tónlistarstjóri: Karl O. Olgeirsson - Stjórnandi: Árni Harðarson.

Íslensku söngvararnir voru önnum kafnir einn septemberdag að sinna myndatökum fyrir markaðsefnið. Það er í mörg horn að líta og öll smáatriði þurfa að vera á hreinu fyrir svo viðamikið verkefni.

Рекомендации по теме