Bollur og Tómatsósa

preview_player
Показать описание
Innihald

- 2stk Gulrætur
- Salt og pipar
- 2stk sellerí stilkar
- Rósmarín
- Timían
- 1 chilli
- 600gr nauta og svína hakk
- 100gr þurkuð pylsa / beikon
- 1 egg
- 30gr gráðostur
- 60gr brauðmylsna
- 2 msk hveiti
- 1 dós tómatar
- 2 msk tómatpúrra
- Smjör / Ólífu olía til steikingar
- 4 geirar hvítlaukur
- 2stk laukur
- 3 lárviðarlauf
- 2 handfylli steinselja
- 500ml vatn

Aðferð
- Grænmetið gróflega skorið niður
- Þurkaða pylsan / beikonið skorið niður
- Ólífu olía helt í stóran pott og hituð upp
- Laukur og chili mýkt pottinum
- Sellerí sett út í og látið svitna
- Gulrætur og pylsa / beikon eru til í smá svita með restinni í pottinum
- Loks þegar allt er orðið sveitt þá eru 2 msk hveiti sett út í pott og svo blandað saman
- 2 msk púrra blandað við
- 500ml vatn og 1 dós tómatar helt út í herlegheitin
- Ferskt timían, rósmarín og lárviðarlauf sett út í
- Saltið og piprið
- Mallið á lágum hita í um klukkutíma
- Á meðan gerum við bollurnar
- Steinselja er söxuð smátt og sett til hliðar
- Hakkið sett í skál með eggi, salti, pipar, steinselju, gráðosti og brauðmylsnu (setjið ekki alla mylsnuna í einu)
- Blandið saman og bætið mylsnu út í eftir þörfum
- Búið til litla bollu og prufusteikið á pönnu og smakkið til
- Þegar þið hafið smakkað til þá eru búnar til rétt rúmlega golfkúlustærðar bollur
- Stilkarnir af timian og rósmarín ásamt lárviðarlaufunum veitt upp úr
- Loks er öllu blandað saman með töfrasprota
- Bollurnar steiktar og sett út í tómatpottinn
- Sjóðið á mjög lágum hita í 20 mín
- Njótið með kartöflumús
Рекомендации по теме
Комментарии
Автор

HAHA! Bestur.
Þarna komstu með eitthvað gúrmei. Ég ætla að elda þennan mat.

karengumundsdottir