FRÉTT // Sjúkrahótel Landspítala opnar 6. maí

preview_player
Показать описание
Sjúkrahótel Landspítala við Hringbraut opnar mánudaginn 6. maí 2019. Sjúkrahótelið er 4.300 fermetrar á fjórum hæðum, alls 75 herbergi; einstaklingsherbergi, fjölskylduherbergi, herbergi fyrir fatlaða og setustofur. Á neðstu hæð er gestamóttaka, aðstaða til veitinga og tvö herbergi sem eru ætluð fyrir þjónustu hjúkrunarfræðinga.

Viðmælandi okkar er Sólrún Rúnarsdóttir, hótelstjóri, en hún hefur unnið hjá Landspítala sem hjúkrunarfræðingur, verkefnastjóri og stjórnandi í tvo áratugi og gjörþekkir starfsemina.

Hótelið stendur vestan megin við hlið kvennadeildar Landspítala, andspænis aðalinngangi spítalans við Hringbraut, sem er kallaður "Kringlan".

Húsið tengist kvennadeildahúsinu með undirgöngum og s-sömuleiðis öðrum starfseiningum Landspítala. Staðsetning þess er ákaflega góð fyrir þá sjúklinga sem þar eiga eftir að dvelja og aðstandendur þeirra.

Vefur sjúkrahótelsins með ítarlegum upplýsingum um starfsemina er hérna:
Рекомендации по теме
visit shbcf.ru