Vinnum þetta fyrirfram - Páll Óskar (audio)

preview_player
Показать описание
VINNUM ÞETTA FYRIRFRAM
Lag: Siggi Sigtryggs / Little Boots
Texti: Páll Óskar / Bragi Valdimar Skúlason
TEXTI HÉR - SKROLLIÐ NIÐUR...

(Samið í tilefni 30 ára afmælis Söngvakeppni Sjónvarpsins á RÚV. Útgáfudagur 1. feb 2016)

Ég er kominn
Eurovision stuðið í
Enginn toppar
þjóðarsálina í því.

Við verðum óð
— og alltaf setjum markið jafn hátt.
Svo fjári góð
— bara formsatriði að taka þátt.

Við vinnum þetta fyrirfram
við þurfum ekki heppnina.
Og eina vandamálið er
hvar við höldum keppnina.
Við göngum hýr og glöð á svið
með Gleðibankasyndrómið.
Svo, áfram Ísland, byrjum brjálað djamm
— og við vinnum, vinnum fyrirfram.

Ef að lagið
engar undirtektir fær.
Og stigin lenda
öll í Austurlöndum nær.

Æ, Skítt með það
þó í sæti númer sextán sé sest.
Við vitum að
í raun og veru erum við best.
Best, best — alltaf langbest.

Við vinnum þetta fyrirfram
við þurfum ekki heppnina.
Og eina vandamálið er
hvar við höldum keppnina.
Við göngum hýr og glöð á svið
með Gleðibankasyndrómið.
Svo, áfram Ísland! Byrjum brjálað djamm!
— og við vinnum, vinnum fyrirfram.

(breakdown - millikafli)

Við vinnum þetta fyrirfram
þó fari allt til andskotans.
Við leggjum allt í sölurnar
og sendum okkar hinsta dans.
Við elskum allar Nínurnar
og upphækkuðu línurnar.
Svo! Áfram Ísland, byrjum brjálað djamm.
— Og við rústum þessu fyrirfram.

Við vinnum þetta fyrirfram
við þurfum ekki heppnina.
Og eina vandamálið er
hvar við höldum keppnina.
Við göngum hýr og glöð á svið
með Gleðibankasyndrómið.
Já! Áfram Ísland, byrjum brjálað djamm.
— Og við vinnum, vinnum fyrirfram!
Рекомендации по теме
Комментарии
Автор

skemmtilegt!! Júró-anthem!! Textinn alveg frábær haha! Algjört æði!!

eurosigrunrisinup
Автор

This song is amazing. His performance was absolutely spectacular at Söngvakeppnin. I'm hooked.

matt_frid
Автор

i don't speak icelandic but i saw songvakeppnin 2016 and 1997 eurovision and i know i need more paul oscar in my life.

msdisco
Автор

Te conheci através do vídeo da joaninha, vc ganhou uma fã aqui no Brasil 😙

edilenesaraiva
Автор

til hamingju með daginn sæta baun elska þig mestast<3

benidiktoskar