HKalltafHK

preview_player
Показать описание

Texti:

Já ég er frá HK – sem kenndur er við kópó,
nánar tekið digró – og rautt og hvítt yo

Ég var þar að spila – ásamt öðrum stelpum
urðum seinna konur – hraustar konur í skikkjum

Handboltinn var lífið – engin spurning með það
Á vellinum bý ég – sama hvaða tíma

Aldrei að kvarta – þetta er sparta
Koma mér í gírinn – í leikmóda fíling

Tapa eins og dama – alls ekki sama
Þakka fyrir leikinn – öskra svo á pabba

Fá útrás inní röskvu – ríf’í mig lóðin
Snara til að gleyma – clean’a til að skeina

Burt með það liðna – horfi fram á veginn
Óþarfi að syndga – mistök sem fölna

Í samanburði við allt hér – og það sem koma skal
Liðsheild sem sameinar – nú skal ég segja þér

Í HK – á dúknum sem við deilum öll blóði, og tári og svita
Í HK – með þessu merki ég lofa að berjast til að vinna
HK alltaf HK, HK, HK

Þú heyrðir það fyrst hér – í nafla alheimsins
Klisjuna kemur næst – bakkí vörn, lok og læs

lærðir það svo hér – enginn sé eyland
Þiggja smá hjálp við – koma bolta í netið

en stundum má afsaka – sig svo á meðan
stekk upp og klíni inn – halló í samskeytin

og þegar kræf er – fer inn í demantinn
snúlla eða vippa – bara það sem virkar

prísa mig sæla – laus við alla stæla
kem eins og klædd er – köttuð í drasl hér

mæti til að spila – mæti til að sigra
mæti til að skapa – mæti til að vinna

alltaf eins og dama – alls ekki sama
þakka fyrir leikinn – öskra svo með liðinu

zikizaki zikizaki heyheyhey
zikizakizikizaki hey

Í HK – á dúknum sem við deilum öll blóði, og tári og svita
Í HK – með þessu merki ég lofa að berjast til að vinna
HK alltaf HK, HK, HK

Hlustaðu nú vel á – orðin sem að flæða
Frá mér eins og læða – tilbúin að hæla

Allt sem er vel gert – öllu þessu fólki
Sem standa við bak þér - sama hver staðan er

Fimm mörk í handbolta – eru víst ekki neitt
Við gefumst aldrei upp – gerum öðrum lífið leitt

Bökkum niðrí 6-0 – förum fram í 3-2-1
Sama hvað er sett upp – við myndum eina heild

Svo það sem lekur – í gegnum múrinn
Markmaður étur – með sinni bestu list

alltaf eins og dama – ekkert að afsaka
í sama hvaða húsi - litla-digró er þar sem

Við segjum hann er - sama hvaða bakgrunn
Plöntum í þig hjarta – með hvítum röndum

Svo þegar hark er – við örkum áleiðis
Alltaf með fókus á – ná því sem við stefnum á

Í HK – á dúknum sem við deilum öll blóði, og tári og svita
Í HK – með þessu merki ég lofa að berjast til að vinna
HK alltaf HK, HK, HK

Báðar hendur upp í loft fyrir þetta félag,
þetta lið mun aldrei fela
stoltið sem ýtir alltaf áfram á veg
hraustar konur það erum þú og ég

Í HK – á dúknum sem við deilum öll blóði, og tári og svita
Í HK – með þessu merki ég lofa að berjast til að vinna. HK alltaf HK, HK, HK
Рекомендации по теме