Síðan á 17. júní

preview_player
Показать описание
Lag og texti © Aðalsteinn Svanur Sigfússon
Samið 28. júní 2006
Tekið upp 17. maí 2002

SÍÐAN Á 17. JÚNÍ (EÐA 28. JÚNÍ 2006)
ort til Signýjar

Reynitrén í bænum standa í blóma í kvöld og sóln skín.
Gluggarnir austur á Garðsá þeir loga líkt og gjörvöll vitund mín.
Síðan ég sá þig fyrst á sautjánda júní.
Síðan ég sá þig fyrst um sumarnótt.

Á Pollinum dró gamli Maxim Gorkí áðan akkerin um borð.
Reykurinn stígur til himins og hverfur svona eins og ósögð orð.
Ég hef hugsað til þín síðan sautjánda júní.
Ég hef hugsað til þín síðan sá ég þig fyrst.

Í heiðinni hafa fannirnar nú hopað fyrir sumargrænum kjól.
Og björgin fyrir handan eru bleik um miðja nótt af ungri sól.
Ég hef saknað þín síðan sautjánda júní.
Ég hef saknað þín síðan þú kvaddir mig fyrst.
Рекомендации по теме