Varðskipið Freyja

preview_player
Показать описание
Varðskipið Freyja var formlega afhent Landhelgisgæslu Íslands í gær og undirbýr áhöfn skipsins nú heimsiglinguna. Skipið tekur sig vel út í litum Landhelgisgæslunnar og er stefnt að því að Freyja komi til heimahafnar á Siglufirði þann 6. nóvember. Vonir eru bundnar við að skipið leggi af stað frá Rotterdam í Hollandi á mánudag. Í byrjun síðustu viku var skipið tekið í slipp þar sem það var málað og unnið að minniháttar lagfæringum.

Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Landhelgisgæslunnar, segir frá skipinu og undirbúningi kaupa þess.
Рекомендации по теме
Комментарии
Автор

hversu vel getur Freyja unnið með þyrlu og er pláss fyrir Bofors á stefninu

BigBen