Ekta Ísland kynnir Fellum grímuna

preview_player
Показать описание
Fyrirtækið heitir Ekta Ísland og stuttmyndin „Fellum grímuna“ er fyrsta verkefni þess. Eigendur eru Jóhanna Jakobsdóttir og Sigurbjörg Bergsdóttir.

Þetta er forvarnarverkefni sem miðar að því að sýna almenningi á upplífgandi hátt að öll erum við mannleg og enginn er fullkominn. Hins vegar reynum við oft að halda uppi falskri ímynd - ekki síst verður allt slíkt áberandi í litlu þjóðfélagi.

Með þessu forvarnarmyndbandi erum við að benda á að allir þessir einstaklingar glíma við eitthvað en hafa náð langt þrátt fyrir það. Þeir hafa ekki látið vandamálin koma í veg fyrir að draumar þeirra rætist.

Leikstjórar eru Baldvin Z, Sigurbjörg Bergsdóttir og Jóhanna Jakobsdóttir. Jóhanna og Sigurbjörg eru jafnframt framleiðendur myndarinnar.

Í myndinni eru þrír gamansketsar sem gera góðlátlegt grín að íslensku samfélagi sem gefa myndinni skemmtilegt yfirbragð þrátt fyrir alvarlegan undirtón og mikilvægan boðskap.
Handrit og leikstjórn þeirra var í höndum Arnórs Pálma.
Tónlistin í myndinni er eftir Agga Friðbertsson og Sigrúnu Stellu Bessason.

Þetta eru einstaklingarnir sem tóku þátt:

Anna Svava Knútsdóttir

Anníe Mist Þórisdóttir

Ari Eldjárn

Arnar Grant

Auðunn Blöndal

Edda Björgvinsdóttir

Emmsjé Gauti

Gísli Rúnar Jónsson

Gunnar Nelson

Ingvar E. Sigurðsson

Katla Margrét Þorgeirsdóttir

Ólafur Stefánsson

Páll Óskar

Rakel Dögg Bragadóttir

Solla Eiríksdóttir

Sverrir Þór Sverrisson

Steindi Jr.

Yesmine Olsson

Þóra Karítas Árnadóttir

Þórunn Antonía Magnúsdóttir

Að auki er Árelía Eydís Guðmundsdóttir prófessor með mikilvægt innlegg um íslenskt samfélag.

Leikmynd: Ólafur Snorrason

Leikarar:
Andri Fannar Ottósson
Anna Kolbrún Lárusdóttir
Danía Rún Ólafsdóttir
Eggert Þ. Rafnsson
Emilía Bergsdóttir
Guðrún Katrín Jóhannesdóttir
Höskuldur Árni Höskuldsson
Marta Sigurfinnsdóttir
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir
Ragna Marí Halldórsdóttir
Sigurður Jónsson
Sindri Baldvinsson

Kvikmyndataka: Jóhann Jóhannsson, Viggó Hansson, Anton Smári Gunnarsson og Eyjólfur Ásberg Ámundason

Hljóð: Árni Ben og Benedikt Árnason

Klipping: Eyrún Helga Guðmundsdóttir

Samsetning: Eyrún Helga Guðmundsdóttir

Aðstoð við klippingu: Marteinn Einarsson

Grafík: Marteinn Einarsson

Förðun: Kristín Júlla Kristjáns og Berglind Richardsdóttir.
Рекомендации по теме
Комментарии
Автор

What are they talking about and why was it recommended to me? :(

michaljirasko
Автор

Er hún komin út? Ef svo er, hvar er hægt að sjá hana?

animi