TF-GRO kemur til landsins

preview_player
Показать описание
TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, er komin til landsins en hún lenti í fyrsta sinn á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Þyrlan er önnur tveggja leiguþyrla sem Landhelgisgæslan tekur í notkun af gerðinni Airbus H225.

Vélarnar færa Landhelgisgæsluna fyrr inn í nútímann en ráðgert var en þær eru nútímalegri, stærri, langdrægari, hraðfleygari og öflugri en þær þyrlur sem Landhelgisgæslan hefur notað undanfarin ár. Hin leiguþyrlan, TF-EIR, kom til landsins í mars og fór í sitt fyrsta útkall fyrir tæpum mánuði. TF-GRO verður formlega tekin í notkun síðar í mánuðinum. TF-EIR og TF-GRO leysa leiguþyrlurnar Gná og Syn af hólmi en þær hafa verið í þjónustu Landhelgisgæslunnar undanfarin ár.

Sigurður Heiðar Wiium, yfirflugstjóri, Andri Jóhannesson, flugmaður, og Jón Erlendsson, yfirflugvirki, skipuðu áhöfn vélarinnar frá Noregi í dag. Að sögn Sigurðar Heiðars gekk flugið yfir hafið vel en vélinni var flogið frá Noregi til Hjaltlandseyja. Þaðan var farið til Færeyja og þvínæst til Reykjavíkur með millilendingu á Höfn í Hornafirði.

Flugfloti Landhelgisgæslunnar samanstendur nú af þyrlunum TF-LIF, TF-EIR og TF-GRO auk flugvélarinnar Sifjar.
Рекомендации по теме