Umhverfið

preview_player
Показать описание
Klippti til nokkur vetrarskot síðustu ára í eitt rennsli við undirleik Fraser Gartshore.
Fraser leikur Aðfangadagskvöld jóla eftir Sigvalda Kaldalóns, eitt af mínum uppáhaldslögum ef ekki hreinlega mitt uppáhalds tónverk. Sennilega er það ljóðið við lagið eða samspil ljóðsins og tónanna sem kalla fram ást mína og hrifningu á verkinu.

Nánar um Fraser Gartshore: @FraserGartshore

English:
The videos shown here are recorded with with a drone, by myself in the neighborhood of my home.
The music is performed by Fraser Gartshore: @FraserGartshore

Music: Aðfangadagskvöld Jóla by Sigvaldi Kaldalóns.
Composer: Sigvaldi Kaldalóns.

When the song is sung, the lyric is as follow:

Gleð þig særða sál,
lífsins þrautum þyngd.
Flutt er muna-mál.
Inn er helgi hringd.
Minnstu komu Krists,
hér er skuggaskil.
Fagna komu Krists,
flýt þér tíða til.

Kirkja ómar öll,
býður hjálp og hlíf.
Þessi klukknaköll
boða ljós og líf.
Heyrið málmsins mál.
Lofið guð, sem gaf.
Og mín sjúka sál
verður hljóma haf.

Flutt er orðsins orð,
þagna hamarshögg
Yfir stormsins storð
fellur Drottins dögg.
Lægir vonsku vind,
slekkur beiskju bál.
Teygar lífsins lind
mannsins særða sál.

Kveikt er ljós við ljós,
burt er sortans svið.
Angar rós við rós,
opnast himins hlið.
Niður stjörnum stráð,
engill fram hjá fer.
Drottins nægð og náð
boðin alþjóð er.

Guð er eilíf ást,
engu hjarta' er hætt.
Ríkir eilíf ást,
sérhvert böl skal bætt.
Lofið Guð, sem gaf,
þakkið hjálp og hlíf.
Tæmt er húmsins haf,
allt er ljós og líf.

(Stefán frá Hvítadal)
Рекомендации по теме
Комментарии
Автор

Soothing, I'd love to visit Iceland one day... Would love to see it all with my own eyes

x-x