LEG - Það er svo æðislegt

preview_player
Показать описание
Dóra Jóhannsdóttir syngur lag úr söngleiknum LEG eftir Hugleik Dagsson.
Tónlist: Flís
Leikstjórn: Stefán Jónsson
Þjóðleikhúsið 2007

Texti:

Mig dreymdi að ég væri María mey
Mig dreymdi að Jesús sagði hey
Mamma
Hvað gerist þegar ég dey
Muntu skamma mig fyrir að lifa ekki lengur
Eða klappa mér á kollinn segja góður drengur
Mamma Muntu skamma mig þegar ég dey?
En sem betur fer var mig bara að dreyma
Sem betur fer er ég í rúminu heima
Það er ekki til neinn Jesús Kristur
Allavega ekki á tuttugustuogfyrstu

Það er svo æðislegt að vera ung og falleg Í vernduðu umhverfi
Það er svo æðislegt að verí menntaskóla Þar sem allir elska þig

Ég hlýt að hafa verið góð í fyrra lífi
Ég hlýt að hafa verið hjúkka í stríði
Kannski Á ég þetta allt skilið
Kemst framfyrir í röðum á skemmtistöðum
Þó ég sé ekki orðin nógu gömul.
Kannski Á ég þetta ekki skilið
Fokkit ég geri það sem ég vil
Stunda teygjustökk og ég er að lærað tantra
Ég á allt sem ég vil og meira til
Og það sem ég á ekki er ég búnað panta.

Það er svo æðislegt að vera ung og falleg Í vernduðu umhverfi
Það er svo æðislegt að verí menntaskóla þar sem allir elska þig
Það er svo æðislegt að vera ung og falleg Í vernduðu umhverfi
Рекомендации по теме
Комментарии
Автор

Fallegt af þér að hlaða þessú up fyrir þá sem ennþá munna þetta leikrit, hvort sem þú ert raunverulega Hugleikur Dagsson sjálfur eða ekki.

animationunlimited