Gatan mín á Stöð 2

preview_player
Показать описание
Í þáttunum “Gatan mín” fer arkitektinn og fjölmiðlakonan Vala Matt með nokkrum þekktum Íslendingum í gönguferð um uppáhalds göturnar þeirra. Göturnar þar sem þeir hafa ýmist slitið barnsskónum eða þær götur þar sem þau hafa búið og eru í einstöku uppáhaldi. Við heyrum skemmtilegar sögur úr fortíðinni og skyggnumst í myndaalbúm. Arkitektinn Pétur H. Ármannsson fræðir okkur um arkitektúrinn, söguna og fleira forvitnilegt sem tengist götunum og dregnar eru fram í dagsljósið ævintýralega skemmtilegar gamlar myndir frá Reykjavík og nágrenni.

Meðal viðmælenda verða Lilja Pálmadóttir athafnakona, Benedikt Valsson fjölmiðlamaður, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, Björgvin Halldórsson tónlistarmaður, Svanhildur Hólm Valsdóttir lögfræðingur og fjölmiðlakona, Marta María Jónasdóttir ritstjóri ásamt fleiri skemmtilegum viðmælendum. Spjall við skemmtilegt fólk, saga Reykjavíkur og nágrennis skoðuð þar sem fram kemur fróðleikur um okkar nánasta umhverfi, sögu og arkitektúr. Og svo spyrjum við “Hver er fallegasta gatan í Reykjavík og nágrenni”?
Рекомендации по теме