filmov
tv
SAMSKIPTASÁTTMÁLINN // Ónærgætni (teiknimynd)

Показать описание
Mikilvægur hluti af innleiðingu nýs samskiptasáttmála á Landspítala er að framleiða áminningar og kynningarefni. Hér kynnum við til leiks stuttar teiknimyndir þar sem starfsfólk er minnt með líflegum hætti á einstaka þætti sáttmálans.
4. UMHYGGJA
Sýnum nærgætni og hluttekningu í samskiptum. Höfum í huga að sjúklingar geta átt erfitt og samstarfsfólk glímir við sín vandamál líka. Setjum okkur í spor annarra og sýnum þeim skilning og nærgætni.
STÓRT VERKEFNI
Samskiptasáttmáli Landspítala er mikilvægt verkefni og innleiðingin umfangsmikil. Í kjölfar 50 þróunarfunda með 700 þátttakendum var sáttmálinn smíðaður og innleiðing er nú í fullum gangi á hinum 200 deildum spítalans.
ÖRYGGI OG VELLÍÐAN
Tilgangur samskiptasáttmála Landspítala er annars vegar að auka öryggi sjúklinga og hins vegar að bæta líðan starfsfólks. Þetta gerum við með skýrum, skilvirkum, hlýjum og jákvæðum samskiptum. Sáttmálinn nær til allra sem starfa á spítalanum, burtséð frá stöðu og starfsstétt.
EFNISMIKILL UPPLÝSINGAVEFUR
Allt þetta og meira til -- til dæmis enskar og pólskar útgáfur sáttmálans, upplýsingar og fjölbreytt stoðefni -- er að finna hérna á vef sáttmálans:
#samskipti
4. UMHYGGJA
Sýnum nærgætni og hluttekningu í samskiptum. Höfum í huga að sjúklingar geta átt erfitt og samstarfsfólk glímir við sín vandamál líka. Setjum okkur í spor annarra og sýnum þeim skilning og nærgætni.
STÓRT VERKEFNI
Samskiptasáttmáli Landspítala er mikilvægt verkefni og innleiðingin umfangsmikil. Í kjölfar 50 þróunarfunda með 700 þátttakendum var sáttmálinn smíðaður og innleiðing er nú í fullum gangi á hinum 200 deildum spítalans.
ÖRYGGI OG VELLÍÐAN
Tilgangur samskiptasáttmála Landspítala er annars vegar að auka öryggi sjúklinga og hins vegar að bæta líðan starfsfólks. Þetta gerum við með skýrum, skilvirkum, hlýjum og jákvæðum samskiptum. Sáttmálinn nær til allra sem starfa á spítalanum, burtséð frá stöðu og starfsstétt.
EFNISMIKILL UPPLÝSINGAVEFUR
Allt þetta og meira til -- til dæmis enskar og pólskar útgáfur sáttmálans, upplýsingar og fjölbreytt stoðefni -- er að finna hérna á vef sáttmálans:
#samskipti