GoPro HD: Bleiksmýrardalur 5. janúar 2013

preview_player
Показать описание
5. janúar 2013

Farið var í eftirleit á Bleiksmýrardal og fundust ær með tvö lömb úr Fjósatungu og veturgamall hrútur frá Kambsstöðum. Flekkótti hrúturinn er útigenginn vel á annan vetur, en hann hefur verið í afréttinni frá vorinu 2011 þegar hann fór þangað sem lamb.

Kindurnar fundust skammt sunnan við afréttargirðingu og voru geymdar við girðinguna á meðan haldið var suður í Bleiksbúð.

Sjá má hversu illa Reykjaskógur er farinn eftir ísingu og einnig sjást nokkur þeirra fjölmörgu snjóflóða sem fallið hafa í dalnum í vetur.

Í ferðina fóru Haukur Þórhallsson, Hermann Þór og Bjarni Haukssynir, Knútur Þórhallsson og Þórhallur Kári Knútsson.

Tekið á GoPro Hero2.
Рекомендации по теме
visit shbcf.ru