filmov
tv
Gullhringurinn 2014

Показать описание
Gullhringurinn A 2014
Mikill fjöldi hjólreiðakappa lét smávægilega rigningu og rok ekki spilla skemmtilegum keppnum í Gullhringnum (A og B) og Silfurhringnum, sem ræstar voru frá Laugavatni í morgun. Í Gullhringnum A voru hjólaðir 106 km, frá Laugavatni, í átt að Geysi, um Biskupstungur og aftur að Laugarvatni um Grímsnes. Um er að ræða almenningskeppni, þar sem keppendur í öllum flokkum (kvenna, karla og unglingahópar) eru ræstir á sama tíma. Gullhringur B er 65 km og Silfurhringurinn 48 km.
Nokkuð ljóst var frá upphafi að hópurinn myndi skiptast verulega niður á fyrstu kílómetrunum, þar sem mikill mót og hliðarvindur var fyrstu 25 km. Fljótlega var ca 10 manna hópur búinn að slíta sig frá næsta hóp fyrir aftan sem taldi um 20 hjólreiðamenn. En þegar beygt var niður í Biskupstungur hafði sá hópur klofnaði í nokkra smærri við ítrekaðar árásir sterkustu hjólaranna. Fóru fremstir þeir Hafsteinn, Ingvar og Míro, og eftir fylgdu Árni og Rúnar og þá Sigurður, Steinar, Helgi Páll og Ármann. Bil milli hópa hélst nokkuð stöðugt lengi vel eða um og yfir 40 sek, en stærri hópurinn var nokkrum mínútum á eftir. Þegar leið á keppnina tókst þeim Ingvari og Hafsteini að skilja sig frá Míró, sem hjólaði með Árna og Rúnari.
Sterkur mót og hliðarvindur tók við þegar beygt var upp Grímsnesið, og jókst þá bilið milli þessara hópa í 2-3 mínútur. Vegna þessa var jafnframt erfitt að skilja sig frá andstæðingum á bakaleiðinni, og því ljóst að endasprettur myndi skilja á milli sæta. Ingvar (Tindur) hafði betur í endaspretti gegn Hafsteini (Tindur), þá kom Míró (HFR) þriðji og Árni (HFR) fjórði.
Úrslit kvennakeppninnar réðust tiltölulega snemma, þegar María Ögn (Tindur) náði að tryggja sér stöðu í 2. hópi, sem hún hjólaði með til loka. Í þriðja hópi voru þær Kristín Edda, Kolbrún, Ása Guðný og Jónína. Smám saman fækkaði í þeim hópi í nokkrum keyrslum á Biskupstungnabraut. Kristín Edda (HFR) varð í öðru sæti, Kolbrún (HFR) þriðja og Jónína (HFR ) fjórða. Ása Guðný þurfti að hætta keppni vegna veikinda eftir um 70km.
ÚRSLIT
Gullhringurinn A 106 km / KK
1. Sæti: Ingvar Ómarsson, Tindur 2:54:45
2. Sæti: Hafsteinn Ægir Geirsson, Tindur 2:54:46
3. Sæti: Miroslaw Adam Zyrek HFR 2:57:55
Gullhringurinn A 106 km / KVK
1. Sæti: María Ögn Guðmundsdóttir Tindur 3:15:58
2. Sæti: KristÌn Edda Sveinsdóttir HFR 3:31:01
3. Sæti: Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir H
Mikill fjöldi hjólreiðakappa lét smávægilega rigningu og rok ekki spilla skemmtilegum keppnum í Gullhringnum (A og B) og Silfurhringnum, sem ræstar voru frá Laugavatni í morgun. Í Gullhringnum A voru hjólaðir 106 km, frá Laugavatni, í átt að Geysi, um Biskupstungur og aftur að Laugarvatni um Grímsnes. Um er að ræða almenningskeppni, þar sem keppendur í öllum flokkum (kvenna, karla og unglingahópar) eru ræstir á sama tíma. Gullhringur B er 65 km og Silfurhringurinn 48 km.
Nokkuð ljóst var frá upphafi að hópurinn myndi skiptast verulega niður á fyrstu kílómetrunum, þar sem mikill mót og hliðarvindur var fyrstu 25 km. Fljótlega var ca 10 manna hópur búinn að slíta sig frá næsta hóp fyrir aftan sem taldi um 20 hjólreiðamenn. En þegar beygt var niður í Biskupstungur hafði sá hópur klofnaði í nokkra smærri við ítrekaðar árásir sterkustu hjólaranna. Fóru fremstir þeir Hafsteinn, Ingvar og Míro, og eftir fylgdu Árni og Rúnar og þá Sigurður, Steinar, Helgi Páll og Ármann. Bil milli hópa hélst nokkuð stöðugt lengi vel eða um og yfir 40 sek, en stærri hópurinn var nokkrum mínútum á eftir. Þegar leið á keppnina tókst þeim Ingvari og Hafsteini að skilja sig frá Míró, sem hjólaði með Árna og Rúnari.
Sterkur mót og hliðarvindur tók við þegar beygt var upp Grímsnesið, og jókst þá bilið milli þessara hópa í 2-3 mínútur. Vegna þessa var jafnframt erfitt að skilja sig frá andstæðingum á bakaleiðinni, og því ljóst að endasprettur myndi skilja á milli sæta. Ingvar (Tindur) hafði betur í endaspretti gegn Hafsteini (Tindur), þá kom Míró (HFR) þriðji og Árni (HFR) fjórði.
Úrslit kvennakeppninnar réðust tiltölulega snemma, þegar María Ögn (Tindur) náði að tryggja sér stöðu í 2. hópi, sem hún hjólaði með til loka. Í þriðja hópi voru þær Kristín Edda, Kolbrún, Ása Guðný og Jónína. Smám saman fækkaði í þeim hópi í nokkrum keyrslum á Biskupstungnabraut. Kristín Edda (HFR) varð í öðru sæti, Kolbrún (HFR) þriðja og Jónína (HFR ) fjórða. Ása Guðný þurfti að hætta keppni vegna veikinda eftir um 70km.
ÚRSLIT
Gullhringurinn A 106 km / KK
1. Sæti: Ingvar Ómarsson, Tindur 2:54:45
2. Sæti: Hafsteinn Ægir Geirsson, Tindur 2:54:46
3. Sæti: Miroslaw Adam Zyrek HFR 2:57:55
Gullhringurinn A 106 km / KVK
1. Sæti: María Ögn Guðmundsdóttir Tindur 3:15:58
2. Sæti: KristÌn Edda Sveinsdóttir HFR 3:31:01
3. Sæti: Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir H