Skrekkur: Á bakvið tjöldin - Heimildarmynd

preview_player
Показать описание
Skrekkur: Á bakvið tjöldin
er heimildarmynd eftir Adam, Rommel, Orra og Kára. Myndin fylgir skrekkshóp Laugalækjarskóla í gegnum allt skrekksferlið þar sem þau vinna hart að því að gera gott atriði til að sýna á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Hópurinn dílar við stress og álag þar sem það eru einungis 2 vikur í undanúrslitarkvöldið. Ferlið er erfitt og þrungið en hópurinn þraukar þó í gegnum erfiðin saman og mætir tilbúinn á undanúrslitakvöldið. Hópurinn kemst síðan í úrslit! Spennan eykst og keppinautarnir eru allir gríðarlega öflugir. Skrekkshópurinn okkar sýnir atriðið í seinasta sinn saman og það er gríðarlega einlægt augnablik. Nú er það bara að bíða og sjá hvort við komumst í topp 3. Spennan eykst og úrslitin eru tilkynnt...
Því miður lenda söguhetjur okkar ekki í topp 3. Krakkarnir hugsa til baka um ferlið og finna það svo út að það var í raun ekki keppnin sem skiptir máli, heldur var það ferlið, minningarnar og fólkið sem maður kynntist í þessu mögnuðu ferli sem reyndust á endanum dýrmætast.

„Þeir Kári Einarsson, Rommel Ivar Q. Patagoc, Adam Son Thai Huynh og Orri Eliasen útskrifast úr Laugalækjarskóla í dag, 8. júní og á morgun frumsýna þeir heimildarmynd sína um þátttöku skólans í Skrekk, hæfileika- og sviðslistakeppni grunnskólanna í Reykjavík 2021. Myndin fjallar um ferðalag Laugalækjarskóla frá fyrstu æfingu fram að sýningu í Borgarleikhúsinu og er markmiðið að sýna hvað Skrekkur er mikilvægur fyrir menningu unglinga í Reykjavík og hvað keppnin hefur mikil áhrif á þá persónulega, á sjálfsmynd og félagsleg tengsl."

„Myndin snýst um Skrekk í heild sinni. Við viljum fagna þessum æðislega viðburði í menningu unglinga sem er okkur svo kær. Þetta gefur okkur svo ótrúlega mikið.“

Þetta segir Kári Einarsson, kvikmyndagerðarmaður og nemandi í 10. bekk Laugalækjarskóla, en heimildarmynd Kára og þriggja félaga hans um hæfileikakeppnina Skrekk og þátttöku Laugalækjarskólans í henni verður sýnd í Laugarásbíói klukkan 16:30 á morgun.

Heimildarmyndin ber nafnið Skrekkur – á bakvið tjöldin, en að henni standa þeir Rommel Ivar Q. Patagoc, Orri Eliasen og Adam Son Thai Huynn, auk Kára. „Þarna er fylgst með Laugalækjarskóla að fara í gegnum Skrekksferlið. Við erum þarna saman hópurinn, búum til atriðið, og keppum í Skrekk. Myndin er því í raun um þátttöku Laugalækjarskóla í Skrekk.“

Kári segir að Skrekkur hafi ótrúlega jákvæð áhrif á þá sem taka þátt í hæfileikakeppninni. „Við gerðum könnun á því, fengum yfir þrjú hundruð krakka til að svara spurningum og komumst að því að yfir 80 prósent sögðust hafa kynnst einhverjum nýjum í gegnum Skrekk. Þetta er því að hafa ótrúlega jákvæð áhrif og við erum svakalega ánægð með þennan viðburð.“

Hvað er skrekkur?
Skrekkur er hæfileika og sviðslistakeppni unglinga í Reykjavík á aldrinum 13-16 ára þar sem skólar senda inn atriði og keppa síðan á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu um skrekksstyttuna.
Рекомендации по теме