filmov
tv
Jójó - Stúlkan

Показать описание
Hljómsveitin Jójó með lagið Stúlkan
Hljómsveitin Jójó frá Skagaströnd er ein þeirra sveita sem hefur sigrað Músíktilraunir Tónabæjar en ekki nýtt sér sigurinn sem stökkpall til frekari afreka. Sveitin gaf út nokkur lög á safnplötum en sendi aldrei frá sér plötu.
Sveitin hafði árið 1987 keppt undir nafninu Rocky og komist í úrslit Músíktilraunanna en þá voru í sveitinni Ingimar Oddsson söngvari, Jón Arnarson gítarleikari, Kristján Blöndal trommuleikari og Viggó Magnússon bassaleikari. Snemma árs 1988 bættist í hópinn annar gítarleikari, Fannar Viggósson og við það tækifæri breytti sveitin um nafn og kallaði sig nú Jójó.
Jójó keppti nú aftur í tilraununum um vorið 1988, lék sitt gleðipopp í anda Greifanna og Stuðkompanísins sem unnið höfðu árin tvö á undan og gerði gott betur en í fyrra skiptið, en sveitin sigraði Músíktilraunirnar fyrir framan sex hundruð áhorfendur í Tónabæ.
Framtíðin hefði átt að brosa við Skagstrendingunum og vissulega gerði hún það til að byrja með, hluti verðlaunanna fyrir sigurinn í Músíktilraunum var í formi hljóðverstíma og þá nýtti sveitin til að taka upp lög sem fóru á safnplötuna Bongó blíðu sem Steinar gáfu út um sumarið. Tvö þeirra, Allt er gott sem endar vel og Létt og laggott nutu nokkurra vinsælda um sumarið en færri vissu að á snælduútgáfu Bongó blíðu voru tvö aukalög með sveitinni, Friðrik og Víkingasamba – þau heyrðust sjaldnar. Til stóð að út kæmi tólf tommu smáskífa með sveitinni líkt og Greifarnir og Stuðkompaníið gáfu út þetta sumar en af því varð ekki.
Jójó1
Jójó frá Skagaströnd
Um jólin kom þó út lag með Jójó á safnplötunni Frostlög, Stæltir strákar en þrátt fyrir að lagið nyti vinsælda og fengi töluverða útvarpsspilun gat sveitin lítið fylgt laginu eftir fyrr en um vorið 1989 þegar hún kom saman aftur. Þá var talið í mun stærri sveitaballarúnt en árið áður en líkast til var það orðið of seint til að fylgja eftir sigrinum í Músíktilraunum.
Lag á safnplötunni Bandalög hjálpaði þeim lítið þetta sumar og fljótlega upp úr þessu fjaraði undan sveitinni, hún gæti þó hæglega hafa starfað eitthvað til ársins 1991 með hléum en dagar sveitarinnar í þessari mynd voru taldir.
Jójó1993
Jójó 1993
Jójó var í raun gleymd flestum, hún var síðasta hljómsveitin sem sigraði Músíktilraunir undir merkjum gleðipoppsins og við hafði tekið skeið dauðarokks og annarra skyldra rokktegunda í þyngri og harðari kantinum. Þá birtist sveitin skyndilega á nýjan leik en með nýjum áherslum og mannaskipan að mestu, sveitin gerði líklega út frá Reykjavík í þetta skiptið og var Ingimar söngvari eini meðlimur hennar úr fyrri útgáfunni, aðrir voru Hafliði Ragnarsson trommuleikari, Jói [?] og Þröstur [?] en ekki liggur fyrir hver föðurnöfn þeirra voru eða á hvaða hljóðfæri þeir léku. Hugsanlega var annar Þröstur einnig í þessari útgáfu Jójó.
Jójó ´93 var nokkuð rokkaðri en gleðipopps-Jójó en starfaði ekki lengi, sveitin sendi þó frá sér eitt lag sem kom út á safnplötunni Íslensk tónlist 1993. Þar með lauk sögu Jójó en þeir félagar komu þó saman aftur árið 2008 og léku opinberlega í tilefni af tuttugu ára sögu sveitarinnar. Þá lék Andri [Hrannar Einarsson?] með þeim á trommur.
@IngimarOddsson @viggomagnusson7971 @fannarviggosson7474 @kristjanblondal8604 @TheJonband @gummijons4671
Hljómsveitin Jójó frá Skagaströnd er ein þeirra sveita sem hefur sigrað Músíktilraunir Tónabæjar en ekki nýtt sér sigurinn sem stökkpall til frekari afreka. Sveitin gaf út nokkur lög á safnplötum en sendi aldrei frá sér plötu.
Sveitin hafði árið 1987 keppt undir nafninu Rocky og komist í úrslit Músíktilraunanna en þá voru í sveitinni Ingimar Oddsson söngvari, Jón Arnarson gítarleikari, Kristján Blöndal trommuleikari og Viggó Magnússon bassaleikari. Snemma árs 1988 bættist í hópinn annar gítarleikari, Fannar Viggósson og við það tækifæri breytti sveitin um nafn og kallaði sig nú Jójó.
Jójó keppti nú aftur í tilraununum um vorið 1988, lék sitt gleðipopp í anda Greifanna og Stuðkompanísins sem unnið höfðu árin tvö á undan og gerði gott betur en í fyrra skiptið, en sveitin sigraði Músíktilraunirnar fyrir framan sex hundruð áhorfendur í Tónabæ.
Framtíðin hefði átt að brosa við Skagstrendingunum og vissulega gerði hún það til að byrja með, hluti verðlaunanna fyrir sigurinn í Músíktilraunum var í formi hljóðverstíma og þá nýtti sveitin til að taka upp lög sem fóru á safnplötuna Bongó blíðu sem Steinar gáfu út um sumarið. Tvö þeirra, Allt er gott sem endar vel og Létt og laggott nutu nokkurra vinsælda um sumarið en færri vissu að á snælduútgáfu Bongó blíðu voru tvö aukalög með sveitinni, Friðrik og Víkingasamba – þau heyrðust sjaldnar. Til stóð að út kæmi tólf tommu smáskífa með sveitinni líkt og Greifarnir og Stuðkompaníið gáfu út þetta sumar en af því varð ekki.
Jójó1
Jójó frá Skagaströnd
Um jólin kom þó út lag með Jójó á safnplötunni Frostlög, Stæltir strákar en þrátt fyrir að lagið nyti vinsælda og fengi töluverða útvarpsspilun gat sveitin lítið fylgt laginu eftir fyrr en um vorið 1989 þegar hún kom saman aftur. Þá var talið í mun stærri sveitaballarúnt en árið áður en líkast til var það orðið of seint til að fylgja eftir sigrinum í Músíktilraunum.
Lag á safnplötunni Bandalög hjálpaði þeim lítið þetta sumar og fljótlega upp úr þessu fjaraði undan sveitinni, hún gæti þó hæglega hafa starfað eitthvað til ársins 1991 með hléum en dagar sveitarinnar í þessari mynd voru taldir.
Jójó1993
Jójó 1993
Jójó var í raun gleymd flestum, hún var síðasta hljómsveitin sem sigraði Músíktilraunir undir merkjum gleðipoppsins og við hafði tekið skeið dauðarokks og annarra skyldra rokktegunda í þyngri og harðari kantinum. Þá birtist sveitin skyndilega á nýjan leik en með nýjum áherslum og mannaskipan að mestu, sveitin gerði líklega út frá Reykjavík í þetta skiptið og var Ingimar söngvari eini meðlimur hennar úr fyrri útgáfunni, aðrir voru Hafliði Ragnarsson trommuleikari, Jói [?] og Þröstur [?] en ekki liggur fyrir hver föðurnöfn þeirra voru eða á hvaða hljóðfæri þeir léku. Hugsanlega var annar Þröstur einnig í þessari útgáfu Jójó.
Jójó ´93 var nokkuð rokkaðri en gleðipopps-Jójó en starfaði ekki lengi, sveitin sendi þó frá sér eitt lag sem kom út á safnplötunni Íslensk tónlist 1993. Þar með lauk sögu Jójó en þeir félagar komu þó saman aftur árið 2008 og léku opinberlega í tilefni af tuttugu ára sögu sveitarinnar. Þá lék Andri [Hrannar Einarsson?] með þeim á trommur.
@IngimarOddsson @viggomagnusson7971 @fannarviggosson7474 @kristjanblondal8604 @TheJonband @gummijons4671