Prins Póló - Líf ertu að grínast

preview_player
Показать описание
Lag eftir Prins Póló af plötunni Þriðja kryddið sem kemur út um allan alheim 27. apríl 2018. Skotið í Marzahn Berlin 2017 - Hljóðvinnsla Flex
©Prins Póló 2018

------------------------------------------------------

Á vordögum ætlar Prins Póló að setjast undir stýri og leggja í nokkurra daga hringferð með gítarinn meðferðis. Heimsóttir verða nokkrir vel valdir staðir, tekið í spaða og slegið á strengi. Tilefnið er útgáfa á þriðju breiðskífu Prins Póló en hún ber heitið Þriðja kryddið og verður vonandi komin út á þessum tíma. Prinsinn hlakkar mikið til ferðarinnar en þetta er hans fyrsti hringtúr einn síns liðs og ekki laust við að það sé smá fiðringur í mínum manni, allt að því skjálfti!

Taktu vel á móti Prinsinum í þinni heimabyggð:

Föstudagur 27. apríl : Iðnó
Laugardagur 28. apríl : Frystiklefinn Rifi
Sunnudagur 29. apríl : Drangsnes, Malarkaffi
Mánudagur 30. apríl : Hvammstangi, Sjávarborg
Fimmtudagur 3. maí : Akureyri, Græni Hatturinn
Föstudagur 4. maí : Dalvík, Gísli Eiríkur Helgi
Laugardagur 5. maí : Húsavík, Hvalbakur
Sunnudagur 6. maí : Seyðisfjörður, Herðubreið
Fimmtudagur: 17. maí : Keflavík, Paddy’s
Föstudagur 18. maí : Hafnarfjörður, Bæjarbíó
Laugardagur 19. maí : Hvolsvöllur, Midgard
Sunnudagur 20. maí : Berufjörður, Havarí

-----------------------------------------------------

LÍF ERTU AÐ GRÍNAST - LYRICS

D - bm - G - Em

Hann er fagur halur
Magur sem mánudagur

Hann er gríðar svalur
svag fyrir fínum vínum
og vel skipulögðum innri rýmum

Hún er með mikinn sans fyrir smáatriðum
dansar villta dansa allra kynslóða polka, ræl og valsa

Hann getur ennþá rappað þó að hann sé löngu orðinn pabbi
Hann er með sitt eigið lingó Hann er algert bingó
Hann er sléttur paPPi

Hún er kominn niðrí kjallarann
Dimman og saggafullan
Ætlar að setja í vélina
Og fara vandlega yfir stöðuna

Hver er skjótasta leiðin
Til að græða peninga

Hver er fljótlegasta leiðin
Til að fanga lífshamingjuna

Hvar er núvitundin
Er hún úti með hundinn?

Nei, hér er allt eins og það á að vera
Allir úti að vinna og brjálað að gera

Líf - ertu a grínast
Hvað - Kemst ég langt
Á ég einhver séns
Að eignast gervipels
Blásanserðan bens
Án alls estrógens
Рекомендации по теме
Комментарии
Автор

The soundtrack of my trip to Iceland on April 2018 😊 everyday on the radio while driving!

YaKyLLaN