Hversu fagurt væri það

preview_player
Показать описание

Texti/lyrics:

Hversu fagurt væri það
lyric by Gudfinna Gunnarsdottir

Jólin eru kökudeig og magaverkur
og klerkur sem mismælir sig
og besta gjöfin og fólkið og bjallan og húfan
og snjórinn ef að hann kemur

Jólin eru skúringar og stundarfriður
og kviður af hlátrasköllum
og jólaköllum og kertin og letin
og óskastundin sem líður of hratt.

og allt sem ég óska mér
er að allir í heiminum slái
á þessum eina degi í takt
og velji að vera í friði með sér og sínum
og þá mun alheimshjartað slá,
slá inn jólin.

Hversu fagurt væri það

Jólin eru gleðigjöf og þúsund kossar
og blossar af stjörnuljósum
og jólarósum og sokkar og baðið
og hjartans óskir sem far’útum allt.

og allt sem ég óska mér
er að allir í heiminum slái
á þessum eina degi í takt
og velji að vera í friði með sér og sínum
og þá mun alheimshjartað slá,
slá inn jólin.

Hversu fagurt væri það

Jólin eru kertaljós og matarlyktin
og fiktið í litlum fingrum
og hrotuhljóðin og ljóðin og lögin
og friðarstundin sem vonandi næst.

og allt sem ég óska mér
er að allir í heiminum slái
á þessum eina degi í takt
og velji að vera í friði með sér og sínum
og þá mun alheimshjartað slá,
slá inn jólin.

Hversu fagurt væri það

(Alheimshjartað myndi slá inn jólin, jólin, jólin)

(Þá væri ekki tími til að þjást , þá væri bara ást)
Рекомендации по теме