filmov
tv
Minningarsjóður Þorvalds Finnbogasonar stúdents

Показать описание
Minningarsjóður Þorvalds Finnbogasonar stúdents við Háskóla Íslands styrkir árlega efnilega nema í verkfræði til framhaldsnáms. Sjóðinn stofnuðu hjónin Finnbogi Rútur Þorvaldsson, prófessor í verkfræði, og Sigríður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur árið 1952 til minningar um son sinn, Þorvald, sem lést af slysförum. Þorvaldur hafði innritast nám í kjarnorkufræðum í Bretlandi, fyrstur Íslendinga, skömmu áður en hann lést og hann var foreldrunum og systur hans, Vigdísi, mikill harmdauði. Vigdís minnist hér Þorvaldar og ræðir einnig um brautryðjendastarf föður síns í verkfræði við Háskóla Íslands.