Hrafnabjargafoss í Skjálfandafljóti

preview_player
Показать описание
Hrafnabjargafoss í Skjálfandafljóti er um 5 km ofan við Aldeyjarfoss. Hann er um 5 m hár en fremur breiður þar sem áin fellur fram af hrauninu í aðskildum, misstórum lænum og rennur stór hluti vatnsins undir hraunbrú í ánni vestanverðri.

Skjálfandafljót kemur úr Vonarskarði og rennur norður í Skjálfandaflóa. Stórbrotnar náttúruminjar er að finna í og við vatnasvið Skjálfandafljóts, eins og Goðafoss, Laufrönd og Neðribotna, Ingvararfoss, Hrafnabjargafoss, Aldeyjarfoss, Þingey, Skuldaþingsey, votlendi á Sandi og Sílalæk í Aðaldal, Gæsavötn við Gæsahnjúk, Tungnafellsjökul og Vonarskarð.

Þrjár virkjunarhugmyndir hafa verið í Skjálfandafljóti, þ.e. Eyjadalsárvirkjun, Fljótshnúksvirkjun og Hrafnabjargavirkjun A. Faghópur I í 2. áfanga rammaáætlunar telur að Skjálfandalfljót sé meðal verðmætustu svæða landsins með tilliti til landslags og víðerna. Æskilegt er að friðlýsa Skjálfandafljót frá upptökum til ósa.

Friðlýstar minjar eru Þingey, Skuldaþingsey, Hrauntunga, Hofgarður og nafnlaust býli við Fiskiá.

Þingstaðirnir tveir í Skjálfandafljóti (Þingey og Skuldaþingsey) eru með merkari og best varðveittu fornminjum á Íslandi og leifar af fjölmörgum þingbúðum sjást þar enn.

Ein sögufrægasta ferðaleið landsins Bárðargata liggur um svæðið en götuna eru ferðamenn farnir að ganga á ný.

Miðhálendi Íslands er einn mesti fjársjóður landsins. Þjóðgarður á miðhálendi Íslands myndi tryggja vernd þessa svæðis og um leið gæti hann skapað mörg tækifæri til náttúrufræðslu, útivistar og atvinnusköpunar í landinu.

Gætum þjóðargersema okkar, stofnum þjóðgarð á hálendi Íslands. Hálendi Íslands er einstakt og hálendisþjóðgarður jafnast á við nýja landhelgi.

Landvernd umhverfis- og landgræðslusamtök eru elstu náttúruverndarsamtök Íslands. Stefna félagasamtakanna er að gæta að einstakri náttúru Íslands svo að framtíðarkynslóðir fái notið hennar.
Skrifaðu undir viljayfirlýsingu um hálendisþjóðgarð

Spurt og svarað um miðhálendisþjóðgarð
Um Skjálfandafljót, Hrafnabjargafoss, Ingvararfoss og Aldeyjarfoss

Skjálfandafljót er vatnsmikið jökulfljót sem fellur frá norðanverðum Vatnajökli og Tungnafellsjökli. Einnig falla í fljótið fjölmargar lindár sem spretta fram í Ódáðahrauni. Fossaröðin er ofan efstu bæja innarlega í Bárðardal þar sem Bárðardalshraun rennur fram af hálendisbrúninni ofan í dalinn. Hraunið myndaðist í miklu flæðigosi fyrir um 9.000 árum en það er hluti af Ódáðahrauni sem er í raun samansafn margra hraunbreiða sem ýmist falla til norðurs (Útbruni) eða suðurs (Frambruni). Skjálfandafljót hefur fundið sér leið yfir hraunið og rofið það niður þannig að áin fellur nú í röð fossa.

Aldeyjarfoss er rúmlega 20 m hár og fellur fram af Bárðardalshrauni um þröngt haft ofan í skeifulaga hyl. Hraunið er fagurstuðlað neðan við fossinn og má sjá bæði lóðrétt stuðlaberg og stuðlarósir. Ingvararfoss er rétt ofan við Aldeyjarfoss og er nokkru lægri. Hrafnabjargafoss er um 5 km ofan við Aldeyjarfoss. Hann er um 5 m hár en fremur breiður þar sem áin fellur fram af hrauninu í aðskildum, misstórum lænum og rennur stór hluti vatnsins undir hraunbrú í ánni vestanverðri.

Auðnir, ávalir, jökulsorfnir hálsar og eldbrunnin hraun eru einkennandi í landslagi svo innarlega í Bárðardal en fossarnir eru í 300–400 m hæð y.s. Sprengisandsleið liggur um hálsa vestan fljótsins og eru fossarnir vinsæll viðkomustaður ferðamanna.
Рекомендации по теме