KA/Þór Bikarmeistari 2021

preview_player
Показать описание
KA/Þór hélt áfram að skrifa söguna upp á nýtt er liðið tryggði sér Bikarmeistaratitilinn tímabilið 2020-2021. Liðið sem hafði aldrei unnið stóran titil fyrir veturinn stóð að því loknu sem Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari auk þess að vera Meistari Meistaranna.

Stelpurnar unnu frábæran 26-20 sigur á Fram í úrslitaleiknum sem fór fram að Ásvöllum þann 2. október 2021.

Meistaralið KA/Þórs:
Aldís Ásta Heimisdóttir, Anna Mary Jónsdóttir, Anna Þyrí Halldórsdóttir, Arna Valgerður Erlingsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Hulda Bryndís Tryggvasdóttir, Júlía Sóley Björnsdóttir, Katrín Vilhjálmsdóttir, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir, Martha Hermannsdóttir, Matea Lonac, Rakel Sara Elvarsdóttir, Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Sofie Søberg Larsen, Sólveig Lára Kristjánsdóttir, Sunna Guðrún Pétursdóttir, Sunna Katrín Hreinsdóttir, Telma Lísa Elmarsdóttir og Unnur Ómarsdóttir.

Þjálfari liðsins er Andri Snær Stefánsson og honum til aðstoðar eru þau Sigþór Árni Heimisson, Erla Hleiður Tryggvasdóttir og Egill Ármann Kristinsson.

Myndefni fengið úr útsendingu RÚV og klippt saman af Ágústi Stefánssyni.
Рекомендации по теме