MOVE í beinni frá stúdíó sýrlandi

preview_player
Показать описание
Mánudaginn 2. maí mun hljómsveitin MOVE spila á streymistónleikum frá Stúdíó Sýrlandi. Aðgangur er ókeypis.
MOVE eru Óskar Guðjónsson, Eyþór Gunnarsson, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Matthías M.D. Hemstock.

„í leit minni af algjöru frelsi hef ég ásamt move-istum æft regluverkið til þess að geta teygt það og togað í þær áttir sem hægt er hverju sinni, í því felst það sem skiptir mig máli í snarstefjun með melodíu að vera á hreyfingu og að leyfa sér að fara þangað sem við erum togaðir"

Frá unglingsárum hefur Óskar Guðjónsson verið eftirsóttur saxofónleikari í íslensku tónlistarstórfjölskyldunni. Spunatónlist, jazz (djass), stendur hjarta hans næst. Á þeim vettvangi hefur hljómsveitin ADHD vakið verðskuldaða athygli innan og utan landsteina, tónleikaferðir um Evrópu norðanverða skipa stóran sess í lífi hljómsveitarmeðlima. Þeir eru, auk Óskars, bróðir hans Ómar gítarleikari, Magnús Tryggvason Elíasson trommuleikari og Tómas Jónsson hljómborðsleikari. Samstarfs Óskars og Skúla Sverrissonar, tónskálds og bassaleikara, hefur einnig verið gæfuríkt og galopnað augu og eyru Óskars fyrir fleiri möguleikum jazztónlistar. Afraksturinn er tvær plötur og ótal tónleikar.

Óskar vildi takast á við sígildasta form jazztónlistar, lúður með píanótríói. Hann stofnaði því kvartettinn MOVE með Eyþóri Gunnarssyni píanóleikara, Valdimar Kolbeini Sigurjónssyni kontrabassaleikara og Matthíasi M.D. Hemstock trommuleikara. Þeir hafa æft vikulega frá árinu 2017 og leita leiða til að nálgast eigið efni með eigin aðferðum og allri þeirri fjölbreytni sem þeir finna upp á. Fjórmenningarnir eru þekktir í íslensku tónlistarlífi og hafa allir skapað sér sérstöðu með persónulegri nálgun á fjölbreyttustu viðfangsefni. Ekki skortir þar áskoranir, meðal annars þá hvort þeirra aðferðir við tónsmíðar og samleik sé lituð af því sem má eða má alls ekki. Hvort réttar skoðanir, samkvæmt þeim reglum og siðvenjum sem gilda til dæmis um íslenska tungu, hafi áhrif á sköpun og túlkun tónlistar. Þeir vilja brjótast úr höftum slíkrar rétthugsunar í tónsmíðum og túlkun, leika lausum hala.

In demand as a saxophonist ever since he was a teenager, Óskar Guðjónsson cites jazz, and improvised music in general, as closest to his heart. The jazz-adjacent group ADHD, of which he is a member (along with his brother Ómar Guðjónsson, Magnús Trygvason Eliassen and Tómas Jónsson) has built a sizeable international audience, and the group frequently tours Northern Europe. Óskar also credits his collaborations with composer and bass player Skúli Sverrisson – which has yielded two records and many concerts to date – with opening his eyes to new possibilities in improvisation.

Pursuing an interest in that most classical of jazz formats – a horn with a piano trio – Óskar founded the quartet MOVE with Eyþór Gunnarsson (piano), Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson (upright bass) and Matthías M. D. Hemstock (drums). The group embarked on a regimen of weekly rehearsals in 2017, and has since been on a non-stop search for new angles of approach to their original compositions. All members have contributed prolifically to Icelandic music, and are known for an individual approach to their art.

Some of the challenges that the group mentions are: whether their compositions and ensemble playing are coloured by norms of what is allowed or forbidden, and whether widely accepted conventions, such as those governing the “correct” usage of the Icelandic language, affect their musical creation and interpretation. The end goal, they state, is to break free of such hindrances, and instead roam free.
Рекомендации по теме