Lifum lengur - Orkudrykkir

preview_player
Показать описание
Lifum lengur, er nafn átta heimildarsjónvarpsþátta í umsjón Helgu Arnardóttur sjónvarpskonu sem verða sýndir hjá Sjónvarpi Símans Premium í janúar. Þættirnir fjalla um heilsu á mannamáli út frá vísindalegu sjónarhorni og rætt er við fjölmargra sérfræðinga þar á meðal dr. Chatterjee Rangan sem er breskur heimilislæknir og metsöluhöfundur. Hann hefur skrifað og fjallað töluvert um fjóra þætti heilsu sem skiptir lykilmáli að halda í góðu horfi til að sporna gegn myndun alvarlegra og þekktra lífstílssjúkdóma sem herja á vestræn samfélög í dag. Þessir átta þættir samanstanda af svefni, næringu, hreyfingu og andlegri heilsu og verða tveir sjónvarpsþættir helgaðir hverjum heilsufarsþætti. Þá verða vísindamenn, læknar, næringafræðingar, sameindalíffræðingar, sérfræðingar á sviði svefns, hreyfingar og andlegrar heilsu viðmælendur þáttarins en einnig venjulegt fólk sem glímir við ýmis vandamál sem tengjast hverjum heilsufarsþætti sem til umfjölllunar er. Einnig eru unnar óvísindalegar sjónvarpstilraunir undir leiðsögn sérfræðinga fyrir þættina þar sem fjallað verður um hvernig breyting á mataræði, aukin hreyfing og fleira getur gerbreytt heilsu fólks á skömmum tíma.
Рекомендации по теме