Riffrildi - Vatnið

preview_player
Показать описание
Vatnið, 3. lag af annari plötu Riffrildi, Myrká.

Sjálfútgefið 1. júní 2016
Tekið upp og mixað í Duggunni af meðlimum hljómsveitarinnar.
Höfundar:
Baldur Karl Magnússon
Brynjar Örn Björgvinsson
Hrannar Jónasson
Hugi Leifsson
Kristinn Hjörleifsson

Artwork: Elín Magnúsdóttir

TEXTI

Ískalt vatnið nístir inn að beini
Kolsvart myrkrið hlær að kvalaveini
Straumur, þungur, lemur mér í grjótið
En yfirgnæfir þó samt ekki övæntingarópið

Kyngi vatni, minn seinasti sopi
Brotnir limir halda ei þreyttum manni á floti
Hesturinn Faxi horfinn mínum sjónum
Miskunnarlaus dauðinn loksins læsir í mig klónum

Allt sem er
Ég skal gefa frá mér hvað sem er
Ef ég Guðrúnu, fæ að hafa í faðmi mér
Hvað sem er
Ef einhver er að hlusta hér
Ég áru mína og sálu gef

Djákni,
reyndu hjarta þitt að sefa
því samningar við neðra munu aldrei neinum gefa
Djákni,
mundu nú hvar tryggð þín liggur
því samningar við neðra hagnast aldrei þeim sem þiggur.

Drottinn ég bíð
þér hef ég þjónað um alla tíð
Mín sál er þín
blástu í mig lífi er ljósið dvín

Drottinn, hvar ertu núna?
Er það svona sem þú verðlaunar trúna?
Drottinn, finnurðu ei hryggð mína?
Er það svona er þú verðlaunar tryggð mína?
Drottinn, hví svararðu eigi?l
Er þér sama þó að þjónn þinn deyji?
Drottinn, allt þitt ríki má brenna
Hrapaðu af himnum í dýpstu iður heljar

Allt sem er - Ég skal gefa frá mér hvað sem er,
Ef ég Guðrúnu fæ að hafa í faðmi mér
Hvað sem er - Ef að einhver er að hlusta hér
ég áru mína tryggð hjarta og eigin sálu gef

Drottinn, fyrst þú mér ei svarar
ég finn að kölski á mér fótinn snarar
Drottinn, þú kostar mig sál
ég legg hana að veði fyrir lífspurssmál
Kölska, nú ég handsala við
samninginn og nú ég bið
Garún, gef mér nú þína ást
fyrir þig ég mun að eilífu þjást
Рекомендации по теме