Útsýnisgarðurinn - þáttur 2 af 4

preview_player
Показать описание

Útivist í garðinum
Í þessum glæsilega garði í nýjasta hverfi Garðabæjar, spila útsýni, afþreying og át alveg sérstaka rullu og var það sönn ánægja fyrir mig að gera þessum lystisemdum hátt undir höfði.

Garður tengist stofu
Garðurinn er á tveimur hæðum sem var nokkur áskorun. Í þeim neðri er flott síðdegis- og kvöldsól. Hér má slappa af, liggja í sólbaði, stunda pottaferðir og leika sér á flötinni. Efri garðurinn nýtir morgunsólina en þar fæst líka góð kvöldsól sem og frábær tenging við stofuna og eldhúsið. Hér snýst lífið allt um matargerð, át og útsýni.

Garðframkvæmdir með góðum verktaka
Eigendur báðu um að framkvæmdir færu fram í nokkrum skrefum og þá er mikilvægt að plana þannig að hægt sé að njóta garðsins á milli áfanga. Garðurinn var teiknaður fyrir ári síðan og var fyrsti framkvæmdahlutinn gerður núna í vor. Útkoman fer fram úr björtustu vonum.

Útieldhús í skjóli
Í efri garðinum komum við fyrir útieldhúsi undir skyggni í skjóli fyrir suðaustanáttum og norðaustanáttum. Hér er gott að grilla og borða í bongóblíðu eða þó það dropi úr lofti. Kampavínslituðu flísarnar í borðplötunni eru þær sömu og eru í stéttinni og koma frá Vídd. Helgi í Lumex sá um ljósahönnunina sem og allt sem við kemur tenglum og rafmagni hvort tveggja í efri og neðri garðinum. Úr eldhúsinu er svo alveg geggjað útsýni yfir á Bessastaði.

Lunawood frá Byko
Pallurinn er úr hitameðhöndluðum Lunawood frá Byko. Ætlunin er að leyfa honum að grána upp í sólinni og verja hann svo með glæru. Hér er svo sænski rólusófinn sem húseigendur báðu sérstaklega um að gert yrði ráð fyrir í teikningunum. Í mótstæðu horni myndar húsið svo algera steik þar sem er nánast alltaf skjól fyrir veðri og vindum. Í minni hönnun passa ég að innlima þessi heitu svæði og framlengja þau svo þau nýtist sem allra best.

Heitur og kaldur pottur
Neðri garðurinn er svo að segja tilbúinn. Hér er dýrindis heitur og kaldur pottur. Einnig er fatahengi með þaki og ágætis skjólgirðingar. Hér er góður bekkur og þrepin eru þannig gerð að gott er að setjast í þau. Flísalögð verönd býður upp á óendanlega valmöguleika. Í framtíðinni má svo bæta við smáhýsi sem við eigum á teikningu. Það getur verið afdrep fyrir unglinga, geymsla fyrir áhugamál eða annað. Einnig er gert ráð fyrir gróðurhúsi og verönd við það. Á bekkhliðinni og á pottinum erum við með svokallaða retróklæðningu sem falla einstaklega vel að mjúkum og hringlaga formum.
Рекомендации по теме