Fifth Harmony í Laugardalshöll | 16. maí | Sena Live

preview_player
Показать описание
Stúlknaljómsveitin var fyrst stofnuð árið 2012 í þætt­in­um X-Factor í Banda­ríkj­un­um og hef­ur notið gífurlegra vin­sælda síðan. Á sex árum hefur hún gefið út þrjár plötur og sópað til sín fjölda verðlauna, þar á meðal þremur MTV Europe Music verðlaunum ásamt sex styttum á Teen Choice hátíðinni.

Smáskífan Down með hljómsveitinni, ásamt Gucci Mane, rauk strax í annað sæti á topplista iTunes í fyrrasumar, aðeins fáeinum mínútum eftir útgáfu. Nýjasta plata Fifth Harmony var ein mest selda plata Bandaríkjanna á síðasta ári og rauk á toppinn hjá iTunes í fleiri en 50 löndum, þar á meðal í Grikklandi, Mexíkó, Portúgal, Argentínu og Brasilíu.

Fifth Harmony hefur selt yfir hálfa milljón platna og eru sjálfsagt fjölmargir íslendingar sem þekkja smelli á borð við Worth It og Work From Home.

Stúlkurnar munu skemmta landanum með geggjuðum tónleikum miðvikudaginn 16. maí í Laugardalshöll.
Рекомендации по теме
welcome to shbcf.ru