Vala kaupir Álfinn

preview_player
Показать описание
Álfurinn er mikilsverðasti þátturinn í fjáröflun SÁÁ. Frá því að sala á honum hófst árið 1990 hafa hreinar tekjur samtakanna vegna hans verið um 430 milljónir króna. Þessir fjármunir hafa staðið til dæmis undir uppbyggingu unglingadeildarinnar að Vogi, starfsemi fjölskyldumeðferðarinnar og gert SÁÁ fært að þróa úrræði fyrir börn alkóhólista, ungmenni og fjölskyldur.

Í ár rennur söluhagnaður af Álfinum til barna- og fjölskyldudeildar SÁÁ. Hann mun standa undir öflugu forvarnarstarfi gagnvart þeim börnum og ungmennum sem eru í mestri hættu vegna áfengis- og vímuefnaneyslu, stuðningi við foreldra ungmenna sem eru í vanda, eflingu foreldrahæfni ungra foreldra og öðrum úrræðum til styrktar ungmennum og fjölskyldum í vanda.

Nýjar rannsóknir staðfesta mikla fjölskyldulægni áfengis- og vímuefnasýki. Til að draga úr þeim skaða sem sjúkdómurinn hefur á einstaklinga og fjölskyldur er því brýnt að uppfræða sem fyrst þau börn og ungmenni sem eru í mestri áhættu; styðja vel við bakið á foreldrum sem eiga ungmenni í áfengis- eða vímuefnavanda; bjóða ungmennunum upp á góða meðferð og öfluga virkniþjálfun sem hjálpar þeim að verða virk í námi og starfi; aðstoða unga foreldra sem hafa náð tökum á neyslu sinni; og veita ungum fjölskyldum og fjölskyldum ungmenna öflugan stuðning með öðrum hætti.

SÁÁ hefur í tólf ár rekið sérstaka unglingameðferð sem hefur skilað miklum árangri. Næsta skrefið í uppbyggingu þessarar meðferðar er að styðja enn betur við bakið á ungmennunum þegar meðferðinni lýkur og styrkja þau félagslega; ekki síst með öflugri fjölskyldumeðferð.

Besta leiðin til að draga úr neikvæðum birtingarmyndum áfengis og vímuefna í samfélaginu er öflugt og markvisst meðferðarstarf og hjálp við þá einstakinga sem eru í vanda. Besta leiðin fyrir fólk til að styðja slíkt starf er að kaupa Álfinn 6. -12. maí næstkomandi.
Рекомендации по теме