THELMA Byrd: Senn fellur snjórinn

preview_player
Показать описание
Lag: Thelma Hafþórsdóttir Byrd & Magnús Örn Magnússon.
Texti: Thelma Hafþórsdóttir Byrd.
Upptökur og hljóðblöndun: Magnús Örn Magnússon, Duggan 2013

Um hljóðfæraleik sá Magnús Örn Magnússon.

TEXTI

Við héldum saman heilög jól,
gengum saman ótroðna slóð.
Stjörnur lýst' upp myrkrið það,
er kynni að skyggja á veginn okkar.

En lífið allt er breytingum háð,
sama hve mörgum fræjum er sáð.
Ef þú værir enn þá hér,
Guð veit ég gæfi allt af mér.

Loks kólnar, haustið fer.
Þá hann kemur, desember...

Senn fellur snjórinn, fannhvítur snjórinn,
táknbær um jólin, sem við áttum þú og ég.
Skammt þarf að leita að, í hjarta mér fundið stað,
hafa allar þær minningar, sem við áttum þú og ég.

Þó sporin þungu léttist seint,
ég finn þig nærri, ljóst sem leynt.
Í snjókomu hvítri mun ég sjá.
Þú lifir sem engill, himninum á.

Loks kólnar, haustið fer.
Þá hann kemur, desember...

Senn fellur snjórinn, fannhvítur snjórinn.
táknbær um jólin, sem við áttum þú og ég.
Skammt þarf að leita að, í hjarta mér fundið stað,
hafa allar þær minningar, sem við áttum þú og ég.

Jól 2013
Рекомендации по теме