Sumarfuglinn

preview_player
Показать описание
Sumarsmellurinn um litla sumarfuglinn varð til með Viktoríu Jasonardóttur í huga. Hún er mjög efnileg söngkona, nýlega orðin 16 ára. Hún syngur lagið af mikilli innlifun og ekki skemmir að Sigurður Flosason blæs eins og sunnanvindur sem leikur bæði við lag og rödd Viktoríu.

Söngur: Viktoría Jasonardóttir
Lag: Óli Jóns.
Texti: Óli Jóns.
Hljóðfærleikur: Hilmar Sverrisson, Sigurður Flosason, Sigurður Dagbjartsson, Óli Jóns.Útsetning og upptökustjóri: Hilmar Sverrisson

-----------
Sumarfugl er annað lagið sem Óli Jóns gefur út af nýju plötunni sinni Bjarta Bros. Diskurinn inniheldur 10 lög og verður hann gefinn út í ágúst til styrktar Styrktarfélags Lamaðra og fatlaðra sem þjónustar fötluð börn og ungmenni.

Helstu verkefni félagsins eru:
* Rekstur Æfingastöðvarinnar að Háaleitisbraut, þar sem fram fer umfangsmesta sjúkra- og iðjuþjálfun barna og ungmenna á landinu.
* Rekstur sumar- og helgardvalar fyrir fötluð börn og ungmenni í Reykjadal Mosfellsbæ

Með því að hjálpa styrktarfélaginu að safna fjármunum er von Óla að hægt sé að gera margt fleira fyrir þessi börn.

Söfnunin verður kynnt nánar þegar diskurinn verður gefinn út í ágúst.
Рекомендации по теме