LÚKAS

preview_player
Показать описание
LÚKAS eftir Guðmund Steinsson

Guðmundur Steinsson (1925--1996) var eitt fremsta leikskáld þjóðarinnar á 20. öld. Leikrit hans Lúkas sem leikhópurinn Aldrei óstelandi setur nú á svið vakti mikla athygli þegar það var frumflutt árið 1975. Lúkas er tíður matargestur á heimili þeirra hjóna Sólveigar og Ágústs en líf þeirra virðist snúast um þessar heimsóknir. Þau dýrka Lúkas og leggja sig í líma við að gera honum til hæfis en Lúkas er hverflyndur og leikur sér að þeim líkt og köttur að mús og þau lifa í stöðugum ótta við refsingu.

Aldrei óstelandi í samvinnu við Þjóðleikhúsið.

Leikstjórn
Marta Nordal

Leikmynd
Stígur Steinþórsson

Tónlist og hljóðmynd
Stefán Már Magnússon

Leikarar
Edda Björg Eyjólfsdóttir, Friðrik Friðriksson og Stefán Hallur Stefánsson

Sýningin er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg.
Рекомендации по теме
Комментарии
Автор

Hlakka til að fá ykkur í Tjarnarbíó! ;)