Á jólanótt

preview_player
Показать описание
Jógvan, Vignir og Matti hafa haldið saman tónleika til heiðurs Eagles síðasta árið og fannst tilvalið að prófa að búa til tónlist saman. Hér er lagið Á jólanótt sem er fyrsti ávöxtur þessa samstarfs og það er meira á leiðinni.

Á jólanótt

Stend hér einn, allt er hljótt
Fellur snjór, á jólanótt
Bítur smá í kinnar frost
og hvergi sést vetrarsól

Geng ég fram á lítinn englaher, markaðan í snjóinn
lítil börn hér voru að leika sér, finnst sem að ég heyri þeirra tal
hittir beint í hjartastað og kuldinn verður hlýr

Er leita ég, heim á ný
Norðurljós, lýsa ský
Þá fyllast vit, ilma jól
Stjarna skín við norðurpól

Geng ég fram á lítinn englaher markaðan í snjóinn
lítil börn hér voru að leika sér, finnst sem að ég heyri þeirra tal
hittir beint í hjartastað og kuldinn verður hlýr

Það er eins og eitthvað breytist, þegar koma jól
Allar áhyggjur og kvíði, eru á bak og burt, þurrkað út
Á jólanótt

Geng ég fram á lítinn englaher markaðan í snjóinn
lítil börn hér voru að leika sér, finnst sem að ég heyri þeirra tal
hittir beint í hjartastað og kuldinn verður hlýr

Lagið á jólanótt er hátíðlegt og textinn fer með mann í ferðalag um jólastemninguna sem við flest þekkjum svo vel.

Söngur: Vignir Snær, Jógvan Hansen, Matti Matt
Gítarar, hljómborð og forritun: Vignir Snær
Trommur: Gunnar Leó Pálsson
Fiðlur: Matthías Stefánsson
Selló: Sigurður Bjarki Gunnarsson
Flautur: Matti Kalleo
Hljóðblöndun: Vignir Snær
Mastering: Addi 800
Рекомендации по теме