Gamall sjómaður

preview_player
Показать описание
Lag: Bjarni Hafþór Helgason
Ljóð: Davíð Stefánsson

Útsetning og stjórn upptöku: Þórir Úlfarsson
Söngur: Bjarni Hafþór Helgason
Trommur og slagverk: Gulli Briem
Gítar: Jón Elfar Hafsteinsson
Bassi: Friðrik Sturluson
Hljómborð og raddsetning: Þórir Úlfarsson
Upptökur: Stúdíó Fura og Paradís

Lagið er tileinkað öldnum sjómönnum en þó einkum vini höfundar lagsins, Helga Héðinssyni, sem fæddist á Húsavík 31. desember 1928 og hefur verið sjómaður á Skjálfandaflóa alla sína tíð. Hann á Helguskúr sem er hlaðinn búnaði og verkfærum frá fyrri tíð, þar hefur mikill fjöldi fólks komið til að skoða og fræðast m.a. forsetahjón landsins. Þegar þetta er ritað í apríl 2020 rær Helgi enn og vitjar um hákarlalínur með félaga sínum.

Gamall sjómaður

Ég reika til sævar, ræ út á fjörðinn
er roðna tindar og blánar í fjallaskörðin.
Hafið mun öllum hjálp og úrlausn veita
sem hafa öngul í sjó og kunna að beita.

Af fleytunni þvæ ég flesta daga rykið,
fjörugrjótið máir af henni bikið.
Grönnum mínum gef ég oft nokkra fiska,
góðum börnum skeljar og hörpudiska.

Um svefn minn er líkt og sjófugl er tekur kafið;
ég sæki alla gleði mína í hafið.
En ljúfast er mér ljóðið sem aldan þylur
um leyndardómana miklu sem enginn skilur.

Bezt er að ganga til búðar hress og glaður,
þó byrðin sé þung og erfitt að vera maður.
Til átaka brestur mig afl við brimið og strauminn
en enginn tekur frá mér síðasta drauminn.

Davíð Stefánsson
Рекомендации по теме