Stína fína

preview_player
Показать описание
Dans á rósum hefur verið starfandi á ballmarkaðnum samfleytt frá árinu 1993 og leikið við góðan orðstýr um land allt. Skiptir þá litlu hvort leikið sé á barnaskemmtunum, unglingaböllum, sveitaböllum eða árshátíðum. Alltaf finnum við vinkil sem hæfir.

Einnig höfum við spilað á þorrablótum víða t.d í Englandi, Danmörku, Belgíu og Þýskalandi.
Hljómsveitin Dans á rósum ætti ekki að vera ókunn Þjóðhátíðargestum síðustu ára en sveitin hefur séð um að skemmta þeim síðasta áratug á „litla pallinum“ í Herjólfsdal nánar tiltekið samfleytt frá árinu 2000. Að margra mati er ekki þjóðhátíð nema við sjáum um fjörið. Þar fyrir utan leikur sveitin einnig undir í söngkeppni barna á stóra sviðinu.

Hljómsveitin hefur verið dugleg að taka ýmis lög upp á sína arma og ættu flestir að kannast við lög eins og: Dansað á dekki, Jamaica, Nú er gaman, María draumadís svo fátt eitt sé nefnt.

Árið 2007 átti hljómsveitin lag þjóðhátíðar og heitir það „Stund með þér“
Árið 2011 átti hljómsveitin lag goslokahátíðar „horft til baka“

Árið 2012 sendi hljómsveitin frá sér geisladisk sem inniheldur allar hljóðritanir ferilsins.

Dans á rósum eru:
Þórarinn Ólason: Söngur
Ingi Valur Grétarsson Gítar, Hljómborð og Söngur
Viktor Ragnarsson Bassi
Eyvindur Ingi Steinarsson Gítar
Helgi Óskar Víkingsson Trommur

Dans á rósum á facebook:
Рекомендации по теме