filmov
tv
Skeggkeppnin 2023 - Góðgerðarsjóður Round Table

Показать описание
Round Table er alþjóðlegur félagsskapur ungra manna á aldinum 20-45 ára. Tilgangur samtakanna er að vera stuðnings- og félagsnet fyrir karlmenn, en einnig að láta gott af sér leiða. Á Íslandi eru fimmtán klúbbar sem flestir taka þátt í samfélagsverkefnum í sínu nærsamfélagi, en á landsvísu hefur hreyfingin m.a. verið dyggur stuðningsaðili Mottumars undanfarin ár. Gunnar Reykjalín, Viðar Valgeirsson og Þórmundur Helgason hittu okkur í húsakynnum Krabbameinsfélagsins og sögðu okkur meira frá mikilvægi þess að styrkja bræðrabönd og gefa af sér.