filmov
tv
Dölli - Synir Grýlu og Bola

Показать описание
Grýla var tvígift, hér er komið lagið um synina sem hún átti með fyrri eiginmanni sínum, Bola:
Synir Grýlu og Bola
Níu eru sveinarnir sem halda um jól til byggða
glaðlegir þeir hvetja börnin til góðra dyggða
Staurblankur er skuldugur og seðlana vantar
fer á Amazon og matadorpeninga pantar
Gúmmígaur er brögðóttur með pári kroti og krassi
skrifar upp á gúmmítékka og bjargar eigin rassi
Símaskellir hringir oft lengst út á landið
ávallt með látum harkalega svo slítur sambandið
Fjórði er nefndur Kókgámur sem eins og nafnið sannar
í sig þambar kókið já meir en nokkur annar
Kvennakrækir er kvensamur og hleypur á eftir konunum
með stút á vörunum en aldrei nær hann mjónunum
Sjónvarpsgægir í gegnum rúðurnar starir
á glerinu liggur á meðan teiknimyndin varir
Grasaþefur er iðinn að ná sér í góð grös
reykir njóla og hundasúrum treður í nös
Gefið Seðlasníki seðla helst gommu glás
arkar svo beint á Hótel Holt og kaupir sér góða krás
Síðastur kemur Kortaklippir eftir allt jólafárið
rukkar pabba annars klippir á krítarkortið
Níu eru greyið fólin sem halda eftir jól til fjalla
já, farið farið farið farið það á við ykkur alla!
Dölli: söngur og kassagítar
Valgeir Gestsson: rafgítar
Róbert Örn Hjálmtýsson: bassi, trommur, hristur, jólabjöllur og hljóðblöndun
Synir Grýlu og Bola
Níu eru sveinarnir sem halda um jól til byggða
glaðlegir þeir hvetja börnin til góðra dyggða
Staurblankur er skuldugur og seðlana vantar
fer á Amazon og matadorpeninga pantar
Gúmmígaur er brögðóttur með pári kroti og krassi
skrifar upp á gúmmítékka og bjargar eigin rassi
Símaskellir hringir oft lengst út á landið
ávallt með látum harkalega svo slítur sambandið
Fjórði er nefndur Kókgámur sem eins og nafnið sannar
í sig þambar kókið já meir en nokkur annar
Kvennakrækir er kvensamur og hleypur á eftir konunum
með stút á vörunum en aldrei nær hann mjónunum
Sjónvarpsgægir í gegnum rúðurnar starir
á glerinu liggur á meðan teiknimyndin varir
Grasaþefur er iðinn að ná sér í góð grös
reykir njóla og hundasúrum treður í nös
Gefið Seðlasníki seðla helst gommu glás
arkar svo beint á Hótel Holt og kaupir sér góða krás
Síðastur kemur Kortaklippir eftir allt jólafárið
rukkar pabba annars klippir á krítarkortið
Níu eru greyið fólin sem halda eftir jól til fjalla
já, farið farið farið farið það á við ykkur alla!
Dölli: söngur og kassagítar
Valgeir Gestsson: rafgítar
Róbert Örn Hjálmtýsson: bassi, trommur, hristur, jólabjöllur og hljóðblöndun