Það er komin Helgi - Laddi - Sandalar

preview_player
Показать описание
Tón­list­armaður­inn Helgi Björns­son er í Sjónvarpi Símans á laugardögum en nú und­ir nýj­um for­merkj­um og nafni, en þátt­ur­inn hef­ur fengið nafnið „Það er kom­in Helgi“. Helgi vann hug og hjarta lands­manna í þátt­un­um Heima með Helga í vet­ur en þar tók hann á móti gest­um í kvöld­vöku­stemn­ingu í beinni út­send­ingu heim til lands­manna.

Nú verða þætt­irn­ir ekki „heima hjá Helga“ held­ur send­ir út frá Hlé­garði í Mos­fells­bæ. Helgi tek­ur sem fyrr á móti ein­valaliði gesta, hvort sem þeir koma úr röðum tón­list­ar­manna eða leik­ara, en gestalisti Helga verður hul­inn mikl­um leynd­ar­hjúpi og kem­ur ekki í ljós fyrr en í út­send­ing­unni hverj­ir eru gest­ir kvölds­ins hverju sinni.

Í nýju serí­unni verður gefið meira rými fyr­ir kerskni og gam­an­mál. „Okk­ur langaði aðeins að víkka rými sam­tals­ins og gefa okk­ur færi á smá sprelli en auðvitað er tón­list­in, sem fyrr, alltumlykj­andi í þessu hjá okk­ur. Sú formúla fór vel í lands­menn og eng­in ástæða til að breyta því,“ seg­ir Helgi, sem nú get­ur orðið bætt titl­in­um þátt­ar­stjórn­andi við röð titla á borð við söngv­ari, leik­ari og fram­leiðandi svo eitt­hvað sé upp talið.
Рекомендации по теме
Комментарии
Автор

Þú ættir að skoða "Borgarlínu Stjóri" myndbandið hér á Youtube

hansguny