Uppnám Í Leikhúskjallaranum

preview_player
Показать описание
Hin stórskemmtilega sýning Uppnám í Leikhúskjallaranum.

Aðeins 5 sýningar í september

UPPNÁM er tvöföld kvöldskemmtun í Þjóðleikhúskjallaranum sem lætur engan ósnortinn. Skemmtidagskrá um tilfinningahita, meðvirkni, tilvistarkreppu og daður. Pörupiltar standa upp og Viggó og Víóletta flytja sjálfshjálparsöngleik í kjölfarið. Allt er þetta gert til að bæta líf áhorfenda á allan hátt.

Pörupiltarnir Dóri Maack, Nonni Bö og Hermann Gunnarsson eru harðir í horn að taka en engu að síður óhræddir við að takast á við stórar spurningar um ástir og örlög, tilgang lífsins, heimspeki og daður. Viggó og Víóletta beina söngleikjasjónum sínum að útlendingahatri, kynþáttafordómum og hómófóbíu og fleiru krúttlegu sem best er að sópa undir teppið, því meðvirkni er dásamleg og vanmetin. Svo halda þau ótrauð áfram að syngja og brosa.



Það eru þau Bjarni Snæbjörnsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir sem leika Viggó og Víólettu, en hlutverk Pörupilta er í höndum Sólveigar Guðmundsdóttur, Maríu Pálsdóttur og Alexíu Bjargar Jóhannesdóttur



Bjarni og Sigríður hafa vakið mikla athygli fyrir Viggó og Víólettu í rúmlega þrjú ár. Þau hafa skemmt, sungið og dansað við ýmis gleðileg tækifæri. Þetta er í fyrsta skipti sem Viggó og Víóletta leggja undir sig fjalirnar í leikhúsi og útkoman mun verða sannkölluð gleðisprengja.

Pörupiltar eru karlmennska holdi klædd. Í sýningunni ætla þeir að kafa ofan í samskipti kynjanna, skyggnast inn í karlmannssálina og daðra við dömurnar. Konur eru sjúkar í þá.



UPPNÁM er tvöföld skemmtun í Þjóðleikhúskjallaranum sem hentar vinnustöðum, saumaklúbbum, vinahópum og stórfjölskyldum. VARÚÐ: Þekktar aukaverkanir af sýningunni eru bráðahlátur og gleði sem getur í sumum tilfellum verið smitandi og skilið eftir langvarandi minningar.



Frumsýnt 3. september í Leikhúskjallaranum


Sýningar hefjast alltaf kl 22:00 og opnar húsið kl 21:00

Nánari upplýsingar veitir:

Bjarni Snæbörnsson


sími:6612156

eða

Sólveig Guðmundsdóttir


sími: 6611492