Baggalútur — Hlægifíflin

preview_player
Показать описание
Lag af hljómskífunni Kveðju skilað, þar sem Baggalútur flytur ný lög við kvæði eftir vestur–íslenska skáldið Káinn (Kristján Níels Júlíus Jónsson, 1860–1936).

Lag: Bragi Valdimar Skúlason. | Texti: Káinn.
Upptökustjórn & hljóðblöndun: Guðmundur Kristinn Jónsson.
Kvikmyndataka: Ívar Kristján Ívarsson.
Hljóðritað í Hljóðrita 2020.

Flytjendur:
Guðmundur Pálsson, söngur.
Þorleifur Gaukur Davíðsson, munnharpa, fetilgítar.
Guðmundur Pétursson, gítar.
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, kontrabassi.

Kvæði:
Það segir einn, að svart sé hvítt
og sannað getur það,
og alltaf kemur eitthvað nýtt
og annars fyllir stað.

Hlær nú og flissar
hver heimskingja sál;
ef ein kýrin pissar,
er annarri mál.

En eitt er það, sem oft eg sá
og að því stundum hló,
að þar sem vitið vantar, þá
af vitleysunni er nóg.

Hlær nú og flissar
hver heimskingja sál;
ef ein kýrin pissar,
er annarri mál.