Ragga Ragnars - Ólympíufari og leikkona

preview_player
Показать описание
Ragnheiður Ragnars hefur farið tvisvar sinnum á Ólympíuleikana, árin 2004 og 2008. Eftir að hafa upplifað Ólympíudrauminn og eignast barn þá sneri hún sér að næsta draum, að gerast leikkona. Uppáhalds þættirnir hennar voru the Vikings og hún setti stefnuna þangað, nokkrum árum síðar var hún Gunnhild í the Vikings frá 2018-2020.

Ragga segir okkur frá verkefnunum sem hún er að vinna í, hvað hún tekur frá íþróttunum yfir í leiklistina. Hún segir okkur hvernig bardagaatriðin fara fram, hvað gerist bak við tjöldin í nektar- og kynlífssenum ásamt fleiru sem gerist á settinu. Þá talar Ragga um hluti eins og einbeitingu, stórmótin, sjálfstraust og sjálfsaga, hugarfar, markmiðasetningu og fleira.

Ragga ragnars @raggaragnars
Silja Úlfars @siljaulfars

Þátturinn er í boði Heilsuhillunnar.